Örvitinn

Aprílgabb kirkjunnar

Eitt má biskupinn eiga, hann hefur húmor Karlinn og grínast í Neskirkju í tilefni dagsins.

Og víst minnir þetta líka á tautið og nöldrið og neikvæðnina út í fermingarnar, sem enn og aftur gýs upp á þessum árstíma, þar sem menn keppast við að atyrða unglingana og draga heilindi þeirra í efa, og býsnast yfir eina tilefni og tækifæri í íslenskri menningu þar sem unglingnum er fagnað, hann er borinn fram og beðið er fyrir honum og fjölskyldu og vinum stefnt saman til að gleðjast yfir honum. (skáletrun mín)

Hér vísar biskups hugsanlega til þess að rúmlega helmingur þeirra barna sem fermast segjast sjálf ekki kristin í könnunum. Slík umræða er óþolandi fyrir biskup og þá er betra að rægja þá sem láta í sér heyra.

Það er mikið þakkarefni. Við lifum svo undur góða tíma, ögrandi, spennandi tíma í þjóðlífinu og í Þjóðkirkjunni. En hún á samt undir högg að sækja. Okkur finnst oft sem hún njóti ekki sannmælis í fjölmiðlum og hinni opinberu orðræðu. Viðleitni kirkjunnar til að sinna börnum og veita þeim sálgæslu, er t.d. fordæmd sem mesta óhæfa. Ótæpilega er alið á hleypidómum gegn trú og kirkju. Í nafni skynsemi, mannréttinda, vísinda og annarra helgra og góðra og mikilvægra verðmæta er kirkjan uppmáluð og úthrópuð fyrir að vera dragbítur á framfarir og mannréttindi. Æ, já.

Biskup vísar hér til gagnrýni sem fram hefur komið á Vinaleið. Takið eftir því hvernig hann afgreiðir þá umræðu, þetta er bara eitthvað tuð, ekkert sem skiptir máli.

En það er rétt sem biskup nefnir, kirkjan er dragbítur á framfarir og mannréttindi, það er löngu ljóst. Æ, já.

kristni