Örvitinn

Til sölu: Nikon D70 myndavél ásamt aukahlutum

Ætla að selja Nikon D70 myndavélina mína sem ég keypti hjá Ormsson fyrir þrem árum. Búið er að taka 24575 myndir með vélinni, hún á semsagt nóg eftir. Vélin er nýkomin frá Svíþjóð þar sem hún var yfirfarin og skipt var um reikniverk.

Með vélinni er 18-70dx linsa sem er afar góð, ekki sambærileg við ódýrar kit linsur sem fylgja sumum vélum. Linsan kostar rúmlega 30þ hjá Ormsson. Hún hefur nýlega verið yfirfarin og er í fínu standi.

Með linsunni eru tveir 67mm filterar, einn ódýr KOOD circular polarizer (grein á luminous landscape um polarizer filtera) og vandaður BW ND 1.8 filter (wikipedia grein um ND filtera). Þessir filterar kostuðu um 1500.- og 5000.- í Beco fyrir 2 árum. Þessar myndir [a, b] eru teknar með báðum filterum á linsunni. Einnig fylgir auka rafhlaða. Rafhlöðuending D70 vélarinnar er afar góð.

Auk þess fylgir afar lítil og handhæg þráðlaus fjarstýring, góð í hópmyndatökur og nauðsynleg til að taka myndir á lengri tíma en 30 sek (dæmi). Keypt í Ormsson á um 2000.-

Þrjú minniskort fylgja, 1GB, 512MB og 256MB.

Hér eru nokkrar myndir teknar með þessari vél og linsu. Hér myndir teknar með vélinni (sumar með öðrum linsum) og hér nokkrar teknar með linsunni (sumar með D200).

Að sjálfsögðu eru hleðslutæki, usb- og sjónvarpssnúra með í pakkanum.

Ég ætla að selja þennan pakka á 65 þúsund krónur. Hef ekki áhuga á að selja staka hluti úr pakkanum eins og er.

myndavélar og aukahlutir
Athugasemdir

Matti - 05/04/07 13:27 #

Skoðaðu málið, þetta er að mínu mati mjög sanngjarnt verð fyrir þennan pakka.

Ef þú kaupir get ég svo lánað þér linsur við tækifæri.

Kristín Kristjánsdóttir - 06/04/07 00:52 #

Töluverður áhugi á þessum bæ ef þú átt hana enn eftir páska, ég prufa kannski að hafa samband við þig þá ef annað verður ekki komið í ljós.

Matti - 06/04/07 00:54 #

Fylgstu bara með þessari síðu, ég segi frá því ef vélin selst :-)

Matti - 11/04/07 18:59 #

Vélin er seld.