Örvitinn

Grillaður silungur í kvöldmatinn

Silungur á grillinuÉg keypti kryddaðan regnbogasilung í Hagkaup í dag. Skellti honum á grillið ásamt grænmeti í kvöld. Var óskaplega hræddur um að ég væri að elda fiskinn of mikið en tókst fyrir algjöra tilviljun að elda hann fullkomlega, nákvæmlega nógu lítið.

Mikið óskaplega var þetta gott. Stelpurnar borðuðu ekkert sérlega vel af fisknum en þeim mun meira af baunabelgjum og salati. Ég þarf svo að læra að elda minna af kartöflum, það er dálítið mikill afgangur af þeim.

Keypti smjörsprautaða kalkúnabringu fyrir matinn annað kvöld. Er að spá í að grilla hana en kannski er auðveldara að skella þessu bara í ofninn.

matur
Athugasemdir

Sirrý - 06/04/07 00:10 #

Ég held að ég myndi bara setja þær í ofninn. soltið hætta á stóru báli á grillinu. Var með svona á gamlarskvöld namm ekkert smá gott. Ég reyndar fylti hana líka sem var ekki til að gera hana verri.

Njótið vel

Matti - 06/04/07 17:40 #

Góður punktur, bringan fer í ofninn :-)