Örvitinn

Bingóið

Jæja, þá er bingóið búið. Við auglýstum þetta með afar litlum fyrirvara enda vorum við eiginlega hætt við en ákváðum í morgun, rétt fyrir ellefu, að halda bingó á Austurvelli fyrst veður var gott.

Settum tilkynningu á Vantrúarvefinn auk mogga- og vísisbloggsíðna Vantrúar. Einnig sendum við tilkynningu til fjölmiðla.

Það er náttúrulega lítið að gerast á þessum degi, fyrir utan einhverja helgihald, þannig að fjölmiðlar grípa allt svona fegins hendi. Morgunblaðs og Vísisvefurinn fjölluðu um athæfið (ég mæli með athugasemdum á báðum síðum, greinilega skiptar skoðanir um athæfið) og Sjónvarpið og Stöð2 mættu á staðinn og tóku upp efni, meðal annars viðtal við mig. Ég vona bara að ég komi ekki út eins og blábjáni í sjónvarpinu. Ég var í raun ekkert alltof vel undirbúinn og hefði alveg kosið eins og tvær tökur í viðbót :-)

Tilgangur okkar var ekki að koma af stað látum, við sýndum enga óvirðingu og trufluðum ekkert helgihald. Við vildum einfaldlega vekja athygli á þessum kjánalegum lögum sem eru í gildi hér á landi. Margir vilja tengja allt sem við á Vantrú gerum við öfga, en íi ósköpunum er öfgakennt við að spila bingó? :-)

Það mættu ekkert mjög margir en nógu margir til að hægt væri að spila bingó. Ég er nokkuð viss um að ef við hefðum auglýst þetta með betri fyrirvara hefði nokkuð margir mætt, a.m.k. miðað við viðbrögðin á Vantrúarsíðunni.

Ég frétti af því eftir að hafa farið í viðtöl að tónleikar á Nasa voru stoppaðir í gærkvöldi útaf helgidagalöggjöfinni, sem segir okkur að þessi kjánalegu lög eru enn í gildi að einhverju leyti, það fer eftir duttlungum lögreglunnar hvað er stoppað og hvað er ekki stoppað.

Hér eru nokkrar myndir sem sérstakur ljósmyndari Vantrúar tók í dag.

19:18
Úff hvað mér finnst óþægilegt að horfa á sjálfan mig í sjónvarpi. Ég er ekkert ósáttur, náttúrulega bara lítið brot af því sem ég sagði kom í sjónvarp og eitthvað tekið úr samhengi, en ég sagði ekkert sem ég vildi ekki sagt hafa :-)

dagbók
Athugasemdir

Sævar Helgi - 07/04/07 00:58 #

Þú stóðst þig bara vel á skjánum og komst vel fram. Góður talsmaður okkar Vantrúarseggja.

Jább, þú átt eftir að venjast því að koma fram í sjónvarpinu.

Sigurður Jónas Eysteinsson - 09/04/07 14:52 #

Þú stóðst þig mjög vel. Óvænt ánægja að sjá þig á skjánum. Flott framtak hjá ykkur. Löngu kominn tími til þess að aðskilja ríki og kirkju og aðgreina ríkislög frá kirkjulögum að eins miklu marki og auðið er.

Matti - 09/04/07 16:23 #

Takk Siggi og Sævar. Ég átti ekki von á því að lenda í sjónvarpsviðtali, svo ég segi þér alveg eins og er. Viðbrögð fjölmiðlar voru meiri en við gátum látið okkur dreyma um, enda svosem gúrkutíð á föstudaginn langa :-)