Örvitinn

Höfnunarbréf

Í dag fékk ég, fyrir hönd Vantrúar bréf þar sem erindi okkar var hafnað. Höfnunin var algjörlega órökstudd. Ekki var nóg með að erindinu væri hafnað án raka, á eftir höfnun kom málsgrein sem hafði nákvæmlega ekkert með erindið að gera.

Það er stundum eins og þetta fólk þrái slæma umfjöllun !

Meira um það bráðlega.

14:32 Örlítið um málið á biblia.is. Enn meira síðar.

kristni
Athugasemdir

Már - 13/04/07 16:25 #

Einhver sérstök ástæða fyrir því að þessi biblía sé ekki nóg?

Svo sýnist mér að með orðaleit á Biblían.is að orðum á borð við "og" og "að" megi nálgast nálægt 98% af innihaldi 21. aldar biblíunnar á rafrænu formi (til indexeringar), og með form-hnappa linkum sem senda POST beiðnir inn í kafla-leitarvélina mætti framkvæma beinar tilvísanir í þá kafla sem verið er að annótera.

...ekki að mér þyki svona Biflíugrufl neitt sérlega áhugavert. Vefforritunar-hökk eru hins vegar mínar ær og kýr. :-)

Már - 13/04/07 16:27 #

Reyndar má líka nota kaflaleitina á Biblían.is og slá bara inn kaflanúmerið (og sleppa vers númerinu) til að særa fram heila kafla í einu.

Hjalti Rúnar Ómarsson - 13/04/07 17:14 #

Einhver sérstök ástæða fyrir því að þessi biblía sé ekki nóg?

Hvað áttu við?

Matti - 13/04/07 18:47 #

Þetta snýst um höfundarrétt, ekki aðgengi. Ég er fyrir löngu kominn með Biblíuna á stafrænt form, en HÍB á höfundarrétt á þýðingunum, þannig að við þurfum þeirra leyfi til að nota hana.

Ég var einmitt að spá í lausn þar sem við sníktum bara efni frá þeirra síðu en þá værum við að a) brjóta á höfundarrétti og b) viðkæmir fyrir því að slóðir breytast.

En við skoðum þetta mál, það eru ýmsir möguleikar í stöðunni. Mér finnst bara barnalegt hjá þeim að hafna þessu án rökstuðnings. Ég var búinn að spjalla við framkvæmdastjóra félagsins um þetta verkefni - hann veit vel að við erum að gera allt annað en þeir og eitthvað sem ekki er í boði hér á landi.

Jæja, ég er farinn í bústað :-)

Már - 13/04/07 19:48 #

Það eru fullkomlega löglegar leiðir fram hjá höfundarréttarissjúinu, sbr. póst sem ég sendi þér fyrr í dag.