Örvitinn

Takk séra Geir

Kæri Geir Waage.

Þakka þér fyrir að mæta í Kastljósið í gærkvöldi. Takk. Ég vil líka þakka prestunum fyrir að senda Geir í viðtalið. Takk, takk, takk.

Þið eruð snillingar :-)

kristni
Athugasemdir

Erna - 26/04/07 12:15 #

Alltaf klassískt að benda á nasisma ha!

Matti - 26/04/07 13:44 #

Þessi tilvísun í nasisma var mögnuð.

Svo ég endurorðið: Við viljum ekki fara eftir almenningsáliti þegar kemur að hjónabandi samkynhneigðra, sjáið bara hvað gerðist þegar kirkjan fór eftir almenningsáliti í Þýskalandi nasismans. :-|

Sigþór - 26/04/07 14:11 #

Förum ekki niður á sama plan og andstæðingurinn. Þó athugasemd Geirs hafi verið óviðeigandi er það samt útúrsnúningur að segja að hann hafi líkt samkynhneigð við nazisma.

Geir hefur það til síns máls að kirkjan er einfaldlega stofnun sem lagar sig ekki að samfélaginu. Það sagði hann hreint út og það er bara hárrétt. M.a. þess vegna sagði ég mig úr þeirri stofnun fyrir meira en áratug síðan. Það ættu samkynhneigðir og allir þeirra stuðningsmenn að gera einnig og málið er þar með dautt. Af hverju að reyna að breyta þeim sem ekki vilja breytast - leyfum þeim að iðka sína fornaldartrú í friði og spekt. Hegðun þeirra og framkoma dæmir sig sjálf.

Samkynhneigðir og við öll eigum að berjast fyrir lagasetningu sem heimilar trúfélögum almennt að gefa þá saman - ekki að reyna að snúa gamaldags og íhaldssamri stofnun yfir á sitt band. Hverjum er svo ekki sama hvort Þjóðkirkjan nýtir sér slíkan rétt? Þjóðkirkjan hefur engan einkarétt á iðkun kristinnar trúar og það að snúa baki við íhaldssamri stofnun þarf ekkert að hafa með trú viðkomandi að gera.

Eyðublöðin eru á vef Hagstofunnar - drífið ykkur nú...

P.S. Reyndar væri líka vinkill á málinu að afnema rétt trúfélaga til að gefa fólk saman og setja það alfarið í hendur embættismanna. Það væri alveg óvitlaus lausn á málinu.

Matti - 26/04/07 14:16 #

Förum ekki niður á sama plan og andstæðingurinn. Þó athugasemd Geirs hafi verið óviðeigandi er það samt útúrsnúningur að segja að hann hafi líkt samkynhneigð við nazisma.

Já, það er rétt að það voru útúrsnúningar hjá stjórnanda Kastljós, en hér hefur enginn sagt að hann hafi líkt þessu saman, en hann fór úr því að tala um almenningsálit í málefnum samkynhneigðra yfir í að tala um almenningsálit í Þýskalandi nasismans. Þetta var náttúrulega afskaplega illa ígrundað hjá honum og út í hött að tengja umræðuna við nasisma á nokkurn hátt. Það er alltaf hættulegt og aldrei gáfulegt, ég þekki það :-)

Eyðublöðin eru á vef Hagstofunnar - drífið ykkur nú...

Jamm, nánar um það á Vantrú.

P.S. Reyndar væri líka vinkill á málinu að afnema rétt trúfélaga til að gefa fólk saman og setja það alfarið í hendur embættismanna. Það væri alveg óvitlaus lausn á málinu.

Ég tek undir það. Finnst að það sama eigi að gilda um nafngiftir, svo fólk hætti endanlega að rugla saman nafngift og skírn.

Halldór E - 27/04/07 12:05 #

Heyr, heyr, Matti, ég er þér fullkomlega sammála með skírn og nafngift. Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir kirkjuna að mínu viti. Eins tek ég undir með ykkur sem viljið þýska hjónavígslumódelið. Það er fáránlegt í raun, að lútherska kirkjan á Íslandi, skuli berjast fyrir að hafa veraldlega þáttinn innan sinna dyra.

Matti - 27/04/07 13:28 #

Þess má geta að ég skrifaði nokkur komment um Kastljósþáttinn á Vantrú. Ég myndi ekki kalla þetta grein, enda setti ég þetta saman til að hafa einhvern texta með myndbandinu og var að gaufast við þetta allt of seint í nótt :-)

Binni - 28/04/07 02:36 #

Jú, kirkjan er stofnun sem lagar sig að samfélaginu. Hún gerir það bara svo h... hægt. ;-)