Örvitinn

Nikon 17-55 DX f/2.8G IF ED

nikon17 55 f/2.8 Jæja, linsan er komin í hús. Ég skaust út áðan og hitti bílstjóra UPS uppi á höfða. Vélin Linsan var semsagt rétt tæpa tvo sólarhringa á ferðalagi.

Skondið að mér þótti kassinn sem ég fékk frekar léttur, en þegar ég opnaði hann og tók kassann utan um myndavélina úr fannst mér sá kassi frekar þungur. Eðlisþyngdin og allt það.

Linsan passar vel á D200 myndavélina, gott jafnvægi á þessu, bæði vél og linsa þokkalega þung. Ég þarf að fara að styrkja handleggi til að hafa úthald í langar myndatökur :-)

Dótið mitt passar ennþá í töskuna, en þessi linsa tekur ansi mikið pláss með húddinu (derinu), jafnvel þó það sé öfugt á linsunni, hún er nefnilega svo breið.

Nú þarf ég bara að taka einhverjar myndir svo ekki sé hægt að saka mig um að vera bara græjufíkill :-)

myndavélar og aukahlutir
Athugasemdir

Arnold - 04/05/07 07:16 #

Til hamingju, Varstu líka að bæta við vél? Fínt að versla við B&H, er búinn að versla töluvert við þá í gegn um tíðina. Ég ætla reyndar að kíkja til þeirra eftir þrjár vikur, er að skreppa til New York. Ég hef aldrei heimsótt búðina áður bara verslað við þá á netinu.

Hlakka til að sjá og heyra hvernig þessi linsa reynist.

Matti - 04/05/07 08:23 #

Neinei, sama myndavél (D200), ég seldi gömlu vélina (D70) sem ég hafði ekkert notað síðan hún kom úr viðgerð.

Arnold - 04/05/07 10:30 #

Þú segir í færslunni hér að ofan "Vélin var semsagt rétt tæpa tvo sólarhringa á ferðalagi."

Svo ég hélt að þú hefðir verið að fá vél líka ;)

Matti - 04/05/07 10:32 #

Ah, ég þarf að leiðrétta það :-)

Glöggir hafa kannski tekið eftir að ég hef töluvert þurft að leiðrétta síðustu daga. Ég held að þetta sé svefnleysinu að kenna.

Matti - 04/05/07 10:34 #

Eftir fyrstu prófanir virðist þessi linsa vera mögnuð. Fókusar afskaplega hratt og myndir eru að koma út verulega skarpar á stærsta ljósopið (2.8)

Hún er minni en ég hélt, miðað við lýsingar en þó ansi myndarleg, sérstaklega með derinu.

Ég spái því að þessi linsa verði á vélinni 90% tímans, en ég get ekki neitað því að það væri gaman að eiga 18-200 linsuna fyrir ferðalög. En ég þurfti að velja og hafna, valdi frekar betra gler en praktískari linsu :-)

Arnold - 04/05/07 11:47 #

Nikon klikkar ekki þegar kemur að linsum. Nú er spurning hvort D3 (hún hlýtur að fara að koma) verði með full frame flögu. Ég þori því ekki að fá mér fleirri X linsur fyrr en það liggur fyrir. En svakalega langar mig samt í þessa :)