Örvitinn

Frakklandsferð

Jæja, þá er að verða komin mynd á þessa Frakklandsferð, þökk sé Parísardömunni (blogg) sem hefur aðstoðað okkur við að bóka það sem upp á vantaði. Eini lausi endinn er hjá Iceland Express, við þurfum að komast frá De Gaulle flugvelli í Disneygarðinn sem er dálítið vesen svona seint. Þetta hefði ekki verið neitt mál hefði Iceland Express ekki breytt fluginu. Ég hringdi þangað áðan, stúlkan sem ég talaði við ætlar að skoða málið og láta mig vita. Það eru meira en tveir mánuðir síðan Iceland Express sendi mér tölvupóst þar sem fram kom að ég fengi símtal frá þeim á næstunni. Ég heyrði ekkert frá þeim.

Svona er planið:

dagbók
Athugasemdir

Heilagur Andi - 07/05/07 11:11 #

Sýnist það kosta um 85 evrur að láta keyra fimm manns fra CDG til Disney.

Borkur Steingrimsson - 07/05/07 11:12 #

Hmm, það þyrfti þá bara að plata þig til að taka TGV til Brussel líka, kíkja í smá Bjór. Tekur ekki nema 2 tíma (1h45 frá CDG) Nóg gistipláss í boði fyrir þá sem sækja um snemma ;)

Matti - 07/05/07 16:30 #

Já, ætli maður taki þá ekki bara leigubíl. Ég ætla að athuga hvort ég heyri eitthvað aftur frá Iceland Express. Ætli það sé mikið mál að bíl fyrir fimm manna fjölskyldu og farangur á þessum tíma (væntanlega milli ellefu og tólf)?

Börkur, ég efast um að við kíkjum til Brussel, ætlum að reyna að skoða París dálítið á þessum fimm dögum sem við verðum þar :-)

Las áðan leiðbeiningar um almenningssamgöngur í París (.pdf skjal) (via wikipedia), þar kom m.a. fram að ef maður er með töluverðan farangur borgar sig að taka leigubíl úr borginni að flugvelli (og þá væntanleg TGV stöð, eða hvað) frekar en lest (Metró og RER).

Borkur - 07/05/07 19:28 #

týpískt! það þarf alltaf að grátbiðja fólk að kíkja til manns. Það er eins og að Belgía sé að fá einvherja slæma umfjöllun í fréttum ...!

Heilagur Andi - 08/05/07 04:39 #

Það er töluvert af möguleikum, Meðal annars: http://www.trv-prestige.com/anglais/tarifs.php

Kristín - 09/05/07 09:12 #

Þakka plöggið. Heilagur Andi, þekkirðu þetta fyrirtæki, ég er alltaf svo hikandi að mæla með fyrirtækjum án þess að hafa prófað. Þetta er áreiðanlega álíka verð og venjulegur leigubíll myndi kosta.