Örvitinn

Server á hliðinni útaf trackback spammi

Áðan fór vefþjónninn minn á hliðina í svona 10-15 mínútur útaf trackback spammi. Einn bott sendi rétt tæplega 700 trackback ping á nokkrum mínútum og þar sem trackback þjónustan er bara perl cgi process var álag á vél alltof mikið, svo mikið að ég gat ekki ssh-að inn á vélina en gat þó loggað mig beint á vélina. Ekkert spam komst í gegn.

Trackback fítusinn hefur verið frekar tilgangslaus í nokkurn tíma útaf spami og því tók ég .cgi skrána [mt-tb.cgi] ósköp einfaldlega út.

Ekki myndi ég gráta þó þessir andskotar á bak við svona spambotta fengju strætó í kynnina kinnina.

tölvuvesen
Athugasemdir

Eggert - 08/05/07 14:36 #

Ég er nú ekki alveg sáttur við þetta orðalag hjá þér, Matti.
Kinn er með einföldu i-i.

Matti - 08/05/07 14:39 #

Fjandakornið, best ég hoppi fyrir strætó (ætti kannski ekki að tala svona þegar ég er hjólandi, það er aldrei að vita hvað gerist).

Eggert - 11/05/07 10:20 #

Ég verð reyndar að viðurkenna, að ég hafði ekkert við orðalagið að athuga, en vildi bara setja út á stafsetninguna.