Örvitinn

Alþingiskosningar

Ég er ekki enn búinn að taka ákvörðun um hvað ég kýs á morgun þó ég sé reyndar búinn að ákveða hvað ég kýs ekki (repúblikana, framsókn, fasista) og ég ætla heldur ekki að skila auðu.

Ef það ætti að setja á mig stimpil væri ég eflaust flokkaður sem frjálslyndur félagssinnaður hægrimaður, en stimplar eru marklaust bull.

Besta fólkið virðist hafa hugmyndir sem ég er afskaplega sammála en einnig hugmyndir sem ég er afskaplega ósammála. Svo er náttúrulega afskaplega misjafnt fólk á listum, sumt fólk get ég ekki hugsað mér að sjá á þingi en það er kannski ofar á lista en fólk sem ég vildi gjarnan kjósa.

Á ég að kjósa eftir því hvað kæmi mér persónulega vel (og þar með fjölskyldu minni)? Við höfum það ansi gott en það er ekkert náttúrulögmál, hver veit hvað morgundagurinn ber í skauti sér. Á ég að stressa mig á því þó stór hluti frambjóðenda séu siðlausir tækifærissinnar sem bíða eftir tækifæri til að verða milljarðamæringar? Get ég kosið trúarnöttara á þing sem vilja troða Þjóðkirkjunni í skóla og leikskóla?

Æi vesen er þetta. Ég sé ekkert annað í stöðunni en að drekka fullt af bjór og öðru sulli í kvöld (árshátíð vinnunnar í kvöld). Þannig verður það eitthvað annað en atkvæðið mitt sem veldur mér vanlíðan á morgun.

pólitík
Athugasemdir

Már - 12/05/07 22:10 #

Ég er í svipaðri stöðu og þú. Vil ekki kjósa þessa sömu þrjá hópa og þú nefnir.

Sem vinstri-sinnaður frjálshyggjumaður, þá hef ég í raun í engin hús að venda í íslenskri pólitík.

Í þessum kosningum kaus ég taktíst fyrst og fremst á móti ríkisstjórninni, og stefnu þeirra í atvinnu- og byggðamálum, og ákvað að láta atkvæðið mitt örugglega teljast með (sorrí Ómar :-( )