Örvitinn

Dagbók

Kolla við myndina sínaFórum á árshátíð Trackwell á Grand hótel í gærkvöld. Það var afskaplega skemmtilegt, góð stemming, fínn matur og skemmtileg skemmtiatriði. Það var appelsínugult þema, ég lét bindi duga en aðrir voru frumlegri og djarfari.

Við byrjuðum daginn á því að kjósa í Ölduselskóla, ég kaus þvert á það sem ég hef kosið hingað til. Fórum svo í kaffi í Garðabæ.

Kíktu á risessu í bænum, sáum hana á Lækjatorgi en eltum hana ekki útaf kuldanum. Kíktum á smá listasýningu þar sem Kolla átti eina mynd. Sýningin kláraðist reyndar í gær en myndirnar eru þarna ennþá. Gaman að því að myndin hennar var á auglýsingunni. Ætluðum að fá okkur kakó og kökur á kaffi París en fengum ekki þjónustu og létum okkur hverfa eftir nokkra bið.

Horfðum á Eurovision í kvöld, Inga María sofnaði. Mér fannst franska lagið best, finnst skrítið hvað það var neðarlega.

dagbók
Athugasemdir

Jóna Dóra - 13/05/07 08:46 #

Við gerðum tilraun til að fá okkur að hádegismat á Kaffi París í gær en létum okkur hverfa eftir 15-20mín þegar við vorum enn að bíða eftir afgreiðslu

Kristín - 13/05/07 17:28 #

Hvað er þetta, Kaffi París þarf kannski að fara að ráða alvöru franska þjóna?

Matti - 16/05/07 15:45 #

Alvöru þjóna væri nóg!