Örvitinn

Átján mínútur

Ég var u.þ.b. átján mínútur á leiðinni í vinnuna á hjólinu í morgun. Mætti sveittur og sæll í vinnuna, sem betur fer er sturta á jarðhæðinni.

Það á víst að rigna á eftir og ég hjóla heim seinnipartinn. Maður á ekki að láta rigninguna stoppa sig en sjáum til hve slæm hún verður.

Ég eldaði pizzur í gærkvöldi, pepperonigrillpylsur komu þrusuvel út sem álegg. Ég er alltof hrifinn af eigin pizzum!

Gunnar í Krossinum heldur að við í Vantrú séum full af hatri (kemur í seinni hluta upptökunnar). Ég veit ekki hvernig við eigum að sannfæra fólk um að þetta er ekki hatur. Kannski væri best að snúa þessu upp á Gunnar. "Við hötum ekki Krossarann, við hötum Krossinn". Nei, þetta virkar ekki alveg :-)

dagbók