Örvitinn

28 mínútur

Áfram held ég með ævintýralega skemmtilegar bloggfærslur :-)

Heimferðin var ekkert sérstök, ég var með vindinn í fangið alla leið og leiðin upp í Seljahverfi gekk hægt. Ég var tuttugu og átta mínútur á leiðinni. Ég náði að stökkva í kalda sturtu áður en ég fór og sótti stelpurnar.

Á moggablogginu er fullt af trúfólki. Stundum kommenta ég þar, hér er "áhugaverð" umræða um Vinaleið Þjóðkirkjunnar. Ég mæli ekkert sérstaklega með því að þið lesið þetta allt - og þó, þetta er dálítið klikkað. Það sem ég er að reyna að segja er; þetta fólk er dálítið mikið klikkað! Jújú, ég er væntanlega líka dálítið klikkaður.

Nýjustu athugasemd minni var eytt og nú hefur verið lokað fyrir athugasemdir. Athugasemdin sem hvarf var svona:

"Ég bendi þér á að þú ert hræsnari sjáfur þar sem þú leyfir engum að kommenta á bloggið þitt. "

Hvað ertu að tala um - það er opið fyrir komment á bloggsíðu minni, á Vantrúarvefnum auk þess að við höfum opið spjallborð á Vantrú. Það er vissulega ekki opið fyrir komment á moggabloggi Vantrúar, enda skrifum við lítið á það og vísum þá nær undantekningarlaust á Vantrúarvefinn.

Moggablogg Vantrúar er algjör aukasíða og þaðan er vísað á Vantrúarvefinn, þar sem hver sem er getur kommentað.

Könnunin um trúarviðhorf íslendinga er framkvæmd af Þjóðkirkjunni og guðfræðideild Háskóla Íslands, svo ég endurtaki mig. Trúleysingjar koma þar hvergi nærri. Þið verðið þá bara að saka dr. Pétur Pétursson um fúsk ef þið takið ekkert mark á þessari könnun, það er ykkar réttur.

Staðreyndin er bara sú að íslendingar eru ósköp lítið trúaðir upp til hópa. Mæting í messur er ágæt vísbending um það.

Guðsteinn, hvað um þessi orð Guðrúnar: "Það er athyglivert að allir hér fyrir utan bænamær hugsa meira um eigin hag heldur en hag þeirra barna sem eiga um sárt að binda." Finnst þér ekkert athugavert við þau? Þarna er hún að segja að ég hugsi ekki um hag barna sem eiga um sárt að binda. Hvernig er þetta skárra en mín orð, sem eru augljós háðsádeila á svona skrif?

dagbók