Örvitinn

Björn Ingi lofar leikskólaprest

Björni Ingi, framsóknarmaður og formaður borgarráðs, er afskaplega ánægður með trúboð í leikskólum.

Við hjónin sækjum stundum sunnudagaskólann með drengina tvo og svo kemur séra Bolli reglulega í Hálsakot, leikskólann hans Eyjólfs Andra og syngur og spjallar við börnin og nýtur fyrir vikið geysilegra vinsælda í hverfinu meðal yngri kynslóðarinnar #

Hvað get ég sagt? Bænakennsla og kristniboð á ekki heima í opinberum leikskólum. Er þetta eitthvað sem ástæða er til að deila um á tuttugustu og fyrstu öldinni?

Nei, málið er of flókið fyrir þetta fólk. Samt þætti því vafalítið út í hött ef Vantrú mætti í leikskólana með söng og spjall (og trúleysiskennslu, því bænakennsla fer fram í leikskólunum).

Það hafa aldrei nein viðbrögð komið frá borginni þó oft hafi verið bent á þetta trúboð. Vissulega hafa sumir sagt að þeir hafi ætla að skoða málið en ekkert gerist.

Ég sé engan mun á Björn Inga og Guðrúnu sem ég reyndi að rökræða við á moggabloggi (sjá síðustu færslu).

leikskólaprestur