Örvitinn

Þessi dagur ætti að vera helgidagur

Af hverju í ósköpunum er þetta ekki frídagur? Af hverju eru einhverjir drasldagar eins og uppstigningardagur helgidagar hér á landi en ekki dagurinn þegar úrslitaleikur Meistaradeildar fer fram? Ég vil banna bingó í dag.

Í dag eru þúsundir karlmanna (og einhverjar konur) handónýtir í vinnunni vegna þess að hugurinn er við leik kvöldsins. Skárra væri að þeir væru á öldurhúsum landsins að drekka bjór.

Annars fór ég í fótbolta í hádeginu. Fjórtán mættir sem var afskaplega fínt, spiluðum á heilan (hálfan) völl, sem er allt annað líf. Rauða liðið vann, ég skoraði ekki eitt einasta mark. Átti reyndar ekki skot á mark. Við skulum samt ekki velta okkur upp úr því.

dagbók
Athugasemdir

Jón Magnús - 23/05/07 14:35 #

Ætti ekki dagurinn á morgunn að vera frídagur? Neei, miklu betra að hafa daginn í dag og daginn á morgunn frídagar. Mér lýst best á það!

En djöfull er manni að hlakka til - ég er hræddur um að fá flashback dauðans þegar stóra stundin rennur upp!

Sirrý - 23/05/07 20:48 #

Samhryggist ykkur innilega. Ætti kannski að flagga í hálfa stöng í dag.

Arnold - 23/05/07 21:52 #

Betra liðið vann, enda Ítalir mun betri knattspyrnuþjóð en Englendingar. Eða er það ekki?

Matti - 23/05/07 22:11 #

Nei, Milan var langt frá því að vera betra liðið í kvöld, það var agalega ósanngjarnt að þeir þeir væru með forystu eftir fyrri hálfleik. En þeir skoruðu mörkin og það gildir. Svona er þetta bara!

Matti - 23/05/07 22:38 #

Æi nei, þetta er nú bara fótbolti þegar allt kemur til alls - ekki trúarbrögð :-)