Örvitinn

Jæja...

Ekki fór þetta eins og ég hefði óskað.

Liverpool var betra liðið í leiknum en náði hvorki að skapa nóg af færum né nýta þau sem fengust. AC Milan skoruðu heppnismark í lok fyrri hálfleiks og þá var þetta eiginlega búið, ef það er eitthvað sem Milan liðið kann þá er það að drepa leiki, verjast og tefja.

Taktíkin hjá Liverpool gekk vel að því leiti að með því að pressa Milan framarlega kom liðið alveg í veg fyrir að Milan næði að skapa eitthvað - en sóknarlega vantaði brodd í Liverpool liðið. Zenden gat ekki neitt og Gerrard hefði mátt gera betur í sumum sóknum.

Dómarinn var furðulegur en það er hæpið að kenna honum um tapið. Það var afskaplega undarlegt að flauta leikinn af áður en umframtími var liðinn og hvað var hann að dæma á Crouch þegar risinn hoppaði í skallabolta?

Það verður gaman að sjá hvaða sóknarmenn Liverpool liðið fær á næstu mánuðum. Ég held að kjarninn í þessu liði sé massívur, en það vantar einhverja topp kantmenn og framherja.

Ég hef oft verið svekktari. Fyrir tveimur árum var Milan betra liðið en Liverpool vann. Í kvöld var þetta akkúrat öfugt.

boltinn
Athugasemdir

Arnold - 23/05/07 22:34 #

"Liverpool var betra liðið í leiknum en náði hvorki að skapa nóg af færum né nýta þau sem fengust."

!!!Matti. Betra liði náði ekki að skapa sér nóg af færum!!! Og náði ekki að nýta þau sem gáfust.

Er þetta ekki þversögn?

Milan er bara betra lið. Lagði Beyern og Man United og svo Liverpool. Búið að vinna þennan titil oftast liða síðustu áratugi. Matti þetta er augljóst.

Matti - 23/05/07 22:37 #

Ha?

Liverpool liðið skapaði miklu fleiri færi en Milan liðið.

Milan skoraði marki úr sínu öðru skoti í fyrri hálfleik.

Stóran hluta leiks komst Milan liðið ekki fram fyrir miðju því Liverpool pressaði þá svo framarlega.

Liverpool vann Barcelona og Chelsea til að komast í þennan leik, ég skil ekki punktinn.

AC Milan liðið hefði aldrei átt að vera með í þessari keppni í ár (skv. UEFA).

Þetta er augljóst.

AC Milan vann, en Liverpool var miklu betra liðið í þessum leik. Það þarf ekkert að deila um það.

Arnold - 23/05/07 22:42 #

Hvað þá með leikinn fyrir tveimur árum. Voru það sanngjörn úrslit? Liverpool skoraði fleirri mörk en Milan í þeim leik. Snýst ekki þessi fjandans leikur um það?

Milan átti síðari hálfleik í kvöld. Milan er með betri vörn og vann þess vegna leikinn. Vörn er líka fótbolti.

Matti - 23/05/07 22:44 #

Úr bloggfærslunni:

Fyrir tveimur árum var Milan betra liðið en Liverpool vann. Í kvöld var þetta akkúrat öfugt.

Milan skoruðu grísamark í lok fyrri hálfleiks eftir að Liverpool hafði pressað þá framarlega allan hálfleikinn og verið miklu betra liðið - Liverpool átti fleiri marktilraunir í fyrri hálfleik. Grísamarkið endaði leikinn, eins og ég segi í færslunni.

Arnold - 23/05/07 22:52 #

"Liverpool átti fleiri marktilraunir í fyrri hálfleik"

Hvað þýðir þetta?

Það er alveg magnað að fylgjast með umræðu um fótbolt. Glæsilegt skot rétt framhjá...

Margtilraun telur ekki. Mark telur. Það er einhver mótstað sem veldur því að lið skorar ekki mörk. Góð vörn Milan varð þess valdandi að Liverpool tapaði. Þetta er ekki flókið. Síðan komu Milan menn boltanum oftar í markið en Liverpool. Ég skal viðurkenna að Liverpool pressaði vel í fyrri hálfleik, en Milan átti þann síðari.

Nota bene, ég held ekki með Milan og hef aldrei gert.

Matti - 23/05/07 22:54 #

Ég skil ekki þetta þras þitt ! :-)

Arnold - 23/05/07 23:00 #

He he, ég veit það er sárt að tapa.

Ég hef rökstutt mál mitt, þér er frjálst að hrekja þau rök.

Umræða um knattspyrnu snýst fyrst og fremst um tilfinningar, ekki staðreyndir. Það gerir umræða um trúarbrögð líka eins og við vitum.

Arnold - 23/05/07 23:03 #

"Milan skoruðu grísamark í lok fyrri hálfleiks..."

Hvenær er mark grísamark?

Matti - 23/05/07 23:05 #

Kommon.

Arnold - 23/05/07 23:08 #

:) ég er hættur

Sævar Helgi - 24/05/07 12:09 #

Arnold er bara að reyna að æsa þig upp. Ég er viss um að hann sat við tölvuna og skrifaði þetta, skellihlæjandi.

Arnold heldur með Juventus. Það segir allt sem segja þarf.

Jón Magnús - 24/05/07 12:55 #

Þú meinar - það er því augljóslega ekkert að marka hann! :)

Arnold - 30/05/07 01:41 #

Þetta er sárt :)