Örvitinn

MT notendur - uppfærsla á spamvörn

Ég vil benda notendum Movable Type kerfisins á þessa tilkynningu.

Recently, an IP blacklist service known as Blitzed ceased its operations. Movable Type’s SpamLookup plugin uses this service to process incoming comments and TrackBacks to determine if they are spam or not. With Blitzed shut down, a lot of you might be experiencing delays when publishing your readers’ comments. #

Ég hef einmitt verið að velta því fyrir mér af hverju athugasemdir voru allt í einu svona lengi að fara inn í kerfið hjá mér, þetta er semsagt skýringin og það er mjög einfalt að laga vandamálið.

movable type
Athugasemdir

Matti - 24/05/07 15:19 #

Auk þess að setja inn lagfæringuna sem greinin fjallar um bætti ég eftirfarandi ip-tölum í Spamlookup Whitelist_ (config/plugins/SpamLookup - Lookups). MT mun semsagt ekki fletta upp ip tölum sem hefjast á þessum tölum. Þetta ætti að ná yfir stóran hluta af íslenskum netnotendum.

85.197.
85.220.
82.221.
85.255.
130.208.
157.157.
193.4.
194.144.

Listinn er fenginn héðan og mætti vera miklu lengri hjá mér, ég nenni bara ekki að setja meira inn. Það margborgar sig að fletta upp í lista á vél í stað þess að fara með fyrirspurn út á net.