Örvitinn

Kjaftæði í fjölmiðlum

Reykjavík síðdegis fjallaði í dag algjörlega gagnrýnislaust um The Secret . Stjórnunarfélag Íslands er orðinn nýaldarklúbbur. Kjarni leyndarmálsins er lögmál sem þau kalla aðdráttaraflið. Hér má lesa um það fyrirbæri.

Í Kastljósinu var sagt frá áhrifum hugsana á vatn, að sjálfsögðu algjörlega gagnrýnislaust. Myndir Masaru Emoto þykja ekki merkileg fræði (hér er heimasíðan hans, hin vísunin er á wikipedia síðu).

Er eitthvað skrítið að fólk trúi allskonar vitleysu þegar umfjöllun fjölmiðla er með þessum hætti? Hefði verið mikil fyrirhöfn að fjalla um þetta með vott af gagnrýnni hugsun?

Ég spái því að fjallað verði um þetta á Vantrú á næstu dögum.

efahyggja fjölmiðlar