Örvitinn

Grínistar

Mikið óskaplega fara svona grínistar í taugarnar á mér.

Það er eitthvað við hugmyndina um að ef þú ert að grínast þá megir þú segja hvað sem er sem mér finnst pirrandi.

Grín getur verið ágætt, en lygi og dylgjur eru allt annað. Grín þarf yfirleitt að innihalda sannleikskorn, annars er það bara rógburður. Ef þú segir brandara og lýgur upp á einhvern í leiðinni, þá standa ósannindin eftir.

Ég hef svosem séð þetta oft áður (dæmi). Fábjánar dylgja um Vantrú og þegar á þá er gengið segja þau bara "voðalega eruð þið viðkvæm, þetta var djók".

Þegir þið segið brandara, reynið þá að vera dálítið fyndin.

kvabb
Athugasemdir

Óli Gneisti - 26/05/07 18:53 #

Voðalega hefur maður sterkan grun um að þessi Marta sem ver hann þarna sé hann sjálfur.

Óli Gneisti - 26/05/07 19:34 #

Mér sýnist að komment númer 16 sé komið frá fyrrverandi varaformanni "flokks" "framfarasinna".

Matti - 26/05/07 21:21 #

Ekki veit ég hvort Marta er Gísli sjálfur, en athugasemd 14 er snilld!

Matti - 26/05/07 21:26 #

Þess má geta að Gísli minnist áður á Vantrú í þessari færslu (linkur í fyrstu setningu) og á profile síðunni skrifar hann:

Fær þig til að brosa? Ætli það séu ekki rugludallarnir á Vantrú. Hlæ lítið því ég byrja að vorkenna þeim fyrir tilgangsleysið í skrifum þeirra.

Svo má ekki gleyma því þegar hann deleraði um Vantrú og VG.

Æi, þetta er náttúrulega vitleysingur og rola. Bloggar um okkur en þorir aldrei að svara neinu.

Rakel - 26/05/07 21:44 #

Rosalega hlýtur líf ykkur að vera innantómt og leiðinlegt ef þetta er það eina sem þið veltið ykkur upp úr!

Matti - 26/05/07 21:46 #

Rosalega hlýtur þú að vera vitlaus ef þú heldur að þetta sé það eina sem við veltum okkur upp úr!

Þess má geta að konan hans Gísla heitir Rakel.

Matti - 26/05/07 23:53 #

Gísli hefur "svarað" þrisvar án þess að svara nokkru. Í fyrstu athugasemd talar hann um það hvað ég hafi verið fljótur til svars (ég sá fyrirsögnina "Vantrúarmenn..." á blogg-gáttinni). Í annarri athugasemd talar hann um viðkvæmni mína (vegna þess að ég svara!) og í þriðju athugasemd talar hann um að ég hafi ekkert annað að gera en að kommenta hjá sér.

Aldrei svarar hann athugasemdum mínum efnislega.

Þess má geta að ég hef ekkert betra að gera en að hanga á netinu fyrir framan sjónvarpið þessa stundina :-)

Matti - 29/05/07 01:09 #

Þessar "umræður" hjá Gísla eru dálítið merkilegar.

Ég mæli með nýjustu (25.) athugasemdinni. Til að spara ykkur sporin afrita ég hana bara í heild sinni:

Ok, ég sá þessa færslu Gísla á föstudaginn og fannst hún fyndin. Þá var reyndar engin athugasemd komin inn. Nú var ég að kíkja aftur og nú eru þær 24 - þetta er bara ennþá fyndnara. Hvað er að þessum Matta og vinum hans? Þvílíkt gengi. Þeir væla eins og litlir krakkar ef einhver gerir grín af þeim. Þeir segjast ekki ráðast á menn persónulega en kalla svo trúað fólk ,,nöttara" (ég veit reyndar ekkert hversu trúaður Gísli er, sýnist hann ekki vera það af skrifum hans).

En ég meina common, smá djókur er kominn út í eitthvað stríð. Á Gísli í alvöru að fara að svara eða útskýra létt grín? Þessi Matti fer alveg á taugum ef athugasemdum hans er ekki svarað strax.

Ég er ekki sérstaklega trúuð, en mega þessir nördar sem skrifa á vantrú bara drulla yfir allt og alla en það má ekki einu sinni djóka með þá? Má fólk ekki hafa bara sína trú í friði?

Matti er svona dæmi um týpiskan nörda sem telur að hann þurfi að vinna ritstríð á netinu, ,,ööhh, útskýrðu þig, rökstuddu þig, bla bla bla.." - Hálfviti

Ég er sammála Lilju Erlu hér að ofan, hættu þessu helvítis væli drengur!

En Gísli, haltu áfram að blogga af krafti. Þó að Matta finnist þú óáhugaverður og leiðinlegur þá finnst mér það ekki. ;)

Helena Rós

Ég held það sé ekki eitt atriði í athugasemd Helenu sem ég var ekki þegar búinn að svara í fyrri athugasemdum mínum. Ég nenni a.m.k. ekki að setja inn aðra athugasemd þessa stundina.