Örvitinn

Eignarétturinn

Mér finnst hámarkshraði á vegum grafa undan eignarétti mínum. Jeppinn kemst í 200km/klst (fræðilega, ég hef reyndar ekki hugmynd), hvaða fasistar ætla að neyða mig til að aka hægar?

Ef fólk er hrætt við að lenda framan á mér getur það bara haldið sig heima hjá sér.

Nei, ég segi bara svona :-)

pólitík
Athugasemdir

Gísli Halldór - 02/06/07 15:40 #

Svo að málið sé samanburðarhæft: Þú átt jörð sem um liggur einkavegur. Þú átt jeppa sem kemst á 200km/klst.

Ef einhver ætlaði að banna þér að aka þar um á 200km/klst(sem er ekki hægt ef um einkaveg er að ræða) þá væri það fasismi.

Hið sama á við um reykingar á öldurhúsum, ef ég á öldurhús þá ætti ég að hafa leyfi til að leyfa reykingar(sem nb. eru lögleg vara) þar inni.

Aðrir sem ekki eru mér sammála geta svo bara verið úti ef að þetta er þeim það mikið hjartans mál.

Matti - 02/06/07 15:47 #

Það gilda fullt af reglum um rekstur öldurhúsa sem takmarka rétt eiganda þeirra, af hverju eru fyrst talað um skerðingu á eignarétt núna þegar málið snýst um reykingar?

Gísli Halldór - 02/06/07 15:54 #

Það eru þó engar aðrar reglur eða lög sem banna alfarið, neyslu á einhverri annarri löglegri vöru á öldurhúsum.

Þetta er því einstætt tilfelli.

Matti - 02/06/07 15:58 #

En það er ekkert einstætt við að banna reykingar á tilteknum stöðum. Það er langt síðan reykingar voru takmarkaðar á ýmsum opinberum stöðum með lagasetningu. Það má því í raun segja að það hafi verið einstætt tilfelli að þær voru leyfilegar á veitinga og skemmtistöðum.

Gísli Halldór - 02/06/07 16:45 #

Ah já, en sjáðu til það er það eigandinn sjálfur sem hefur bannað reykingarnar.

Ríkið hefur bannað reykingar á skrifstofum þess, við það er ekkert að athuga enda er það húsnæði í eigu ríkisins.

En ríkið á ekki þitt heimili og ekki þinn vinnustað? Ekki viltu halda því fram að ríkið eigi að ráðskast með það hvaða löglegu vöru þú neytir innan þinna veggja eða býður þínum gestum að neyta?

Matti - 02/06/07 17:02 #

Ég held reyndar að hér hafi verið í gildi lög sem takmarka reykingar á vinnustöðum, óháð vilja eiganda vinnustaðarins.

Það eru til ótal dæmi þar sem ríkið á að takmarka notkun og meðferð einstaklinga á löglegum vörum, þegar notkun þeirra getur skaðað aðra.

Matti - 02/06/07 17:16 #

Sjá: Lög um tóbaksvarnir þar sem verulegar takmarkanir eru settar á reykingar (III. kafli, Takmörkun á tóbaksreykingum).

Þetta hefur meðal annars verið þverbrotið á öllum skemmtistöðum landsins sem ég hef heimsótt síðustu ár:

Þar sem reykingar eru leyfðar samkvæmt grein þessari skal séð fyrir loftræstingu sem fullnægir kröfum heilbrigðiseftirlits og þess gætt að reykingarnar mengi ekki andrúmsloftið þar sem þær eru ekki leyfðar.

-DJ- - 02/06/07 19:52 #

Þetta er eitt af þessum skemmtilegu málum þar sem tveir deila en hvorugur hefur endilega rétt eða rangt fyrir sér :)

Nú er það löngu ljóst að takmarkið er útrýming reykinga. Takmark sem erfitt er að ná auðvitað, hvað varð annars um bjartsýnismennina sem vildu fíkniefnalaust Ísland árið 2000?

Það er augljóst skref í átt að þessu takmarki að halda áfram að fækka þeim stöðum þar sem reykja má. Undantekningalaust þegar ný svæði hafa verið gerð reyklaus og menn hugsa um það einhverjum árum síðar, þá eru menn alltaf jafn hissa á því að þar hafi einu sinni mátt reykja.

"Shit pældu íðí mar, það mátti reykja í strætó, banka og bíó"

Það sem mér finnst einna skondnast við þetta er að verða vitni að því hvernig menn taka afstöðu nokkurn veginn algjörlega eftir því hvort að um er að ræða reykingamenn eða reyklausa.

Svona getur nú stundum verið stutt á milli hægri og vinstri :)

Tóbak yrði auðvitað ekki leyft ef það væri að koma á markað í dag, en yrði t.d. áfengi frekar leyft? Það væri e.t.v. líka ráð að banna neyslu áfengis á öldurhúsum, enda truflar það aðra gesti staðarins trúlega ekki minna en reykmengun. Fólk fer skyndilega að tala hærra, það verður tillitslaust með öllu og sumir kasta jafnvel upp hvar sem er. Þetta fólk er auðvitað ekki að auka skemmtun hinna, sem eru þarna komnir til að skemmta sér án vímuefna :)

Ég hallast að því að þetta sé eitt af þessum málum sem markaðurinn náði ekki að leysa alveg upp á eigin spýtur. Hann mundi sjálfsagt ná því á 10 eða 20 árum, en reykingamenn eru greinilega enn of fjölmennur hópur til að veitingamenn þori að úthýsa þeim með öllu, án aðstoðar þ.e.

Nú hafa þeir fengið þessa aðstoð, það sitja allir við sama borð, reykingamennirnir úti, og allir sem við þá vilja tala líka.

1. júní er merkilega góð dagsetning fyrir svona breytingu, 1. jan væri augljóslega til þess fallin að auka mótmæli mikið.

En já, skemmtilegt mál sem velta má vöngum yfir lengi vel.

Matti - 02/06/07 20:10 #

Vissulega skiptist fólk í fylkingar og ég hef aldrei leynt því að mér er afar illa við reykingar. Þrátt fyrir það vil ég alls ekki banna reykingar, svo ég ítreki það.

þegar ég kynntist svona reykingarbanni í fyrsta skipti í Kaliforníu árið 2000, voru reykingarmennirnir í hópnum allir sáttir við bannið - eftir að þeir upplifðu að vera á reyklausum skemmtistöðum.

Ég held að flestir verði sáttir við breytinguna eftir nokkrar vikur.

En ég neita því ekki að ég er persónulega afskaplega ánægður með þetta, óháð prinsipatriðum. Ég hef bara linast svo óskaplega mikið í frjálshyggjunni síðustu árin :-)