Örvitinn

Trúlaus börn á Íslandi

Mæli með Vantrúargrein dagsins, en þar skrifar Ásta Norrman um það sem hún upplifir sem ómanneskjulegt samfélag.

Það er svo algengt að dóttir mín þurfi að svara fyrir trúmálin sín að það getur ekki talist eðlilegt. Allt frá því að hún sé bara heimsk og viti ekkert um guð upp í svona hræðsluáróður að hún sé ekki örugg í leik nema trúa á guð. Börnin hafa þetta frá fullorðnum og mikið af því kemur frá skólanum þar sem kristinfræðin er í raun trúboð. #

Ég og mín fjölskylda þekkjum ýmislegt sem hún segir frá.

Samt er það svo að flestu kirkjufólki, hvort sem um er að ræða bókstafstrúarnöttara eða "frjálslynda" guðfræðinga, er drullusama. Tilgangurinn helgar meðalið og kristniboð skal vera hluti af skólastarfi (Gvuði til dýrðar) , þeir sem mótmæla eru marklaust öfgafólk (siðlaust og kalt).

Þetta fólk kann ekki að skammast sín.

Lesið greinina.

ps. Mér er eiginlega frekar illa við að tala um trúlaus börn. Frekar vildi ég tala um börn trúlausra foreldra. En þar sem trúmennirnir harma sífellt á því að börn séu kristin, íslendingar séu kristin þjóð og svo framvegis er eiginlega ekki annað hægt í þessari umræðu.

kristni