Örvitinn

Veggjakrot

Jæja, það kom að því. Sex árum eftir að við fluttum í Bakkaselið var spreyjað á gaflinn. Tók eftir þessu þegar ég kom heim í kvöld, lagði þá fyrir aftan hús. Er nokkuð viss um að þetta var ekki þarna á laugardag þannig að eflaust hafa þessir andskotar krassað aðfararnótt sunnudags. Þetta eru ekki listaverk heldur bara eitthvað barnalegt krot.

Óskaplega langar mig að lúskra á þessum andskotum :-(

Það tekur því ekki að mála yfir þetta, við ætlum að láta gera við gaflinn bráðlega og þá verður múrklæðningin rifin af.

Það er skondin tilviljun að í dag las ég veggjakrotfærslu Hnakkusar.

kvabb
Athugasemdir

Bragi - 05/06/07 11:20 #

Málaðu þetta strax, ekki bíða hætishót. Getur líka þrifið þetta af. Fyrsta krotið er nefnilega undanfari og ef skrattarnir sjá að ekkert er að gert verður vandamálið enn meira. Trúðu mér þetta vita allir sem búa hérna í 101.

Matti - 05/06/07 11:30 #

Það er rétt hjá þér. Það eru nefnilega tvö merki á veggnum núna, alveg örugglega eftir sitthvorn fávitann.

Ég reyni að þrífa þetta af, spurning hvort ég noti háþrýstidælu eða bara bursta.

Bragi - 05/06/07 14:57 #

Ég veit að til eru efni í byggingavöruverslunum sem ættu að hreinsa krotið í burtu. Ná því kannski ekki alveg en betur en með dælu. Spurning um að sameina þetta tvennt?

Matti - 05/06/07 22:21 #

Ég keypti leysiefni í Húsasmiðjunni í kvöld, skellti því yfir krotið og lét liggja. Það hafði ekkert að segja. Reyndi að skrúbba þetta af og skolaði svo með heitu vatni en þetta situr fast.

Ég þarf semsagt að prófa háþrýstidælu.

Það er ekki hlaupið að því að hreinsa grófa hraunaða veggi :-(

Gísli Halldór - 06/06/07 00:51 #

Ég mæli með því að þú kaupir þér spreybrúsa, annan með neongrænu og hinn með appelsínugulu.

Ef þú rekst á guttana getur þú svo framkvæmt þitt eigið graff á þeim.

Hnakkus - 06/06/07 01:00 #

Málaðu bara einhvern veginn yfir þetta með svipuðum lit. Ég geri það ef ég þarf. Það er ekki fallegt en oftast skárra en þetta mongólítakrass. Svo er líka prinsipp mál að láta þetta ekki standa.

Ef þú nærð þeim, sparkaðu þá aukalega í punginn á þeim frá mér.

Baráttukveðjur, Hnakkuz