Örvitinn

Garður og haus snoðaður

Ég sló garðinn fyrir framan hús í gærkvöldi. Sá blettur er ekki stór og því tók þetta ekki langan tíma, en þetta var semsagt fyrsti sláttur sumarsins. Ég nennti ekki í garðinn fyrir aftan - eða hafði ekki tíma, eða eitthvað.

Byrjaði svo daginn á því að láta snoða á mér kollinn á rakarastofunni á jarðhæðinni. Það er heldur ekki stór blettur og tók því ekki langan tíma.

Ég hringdi í Iceland Express í þriðja skipti, tvisvar hafa þau lofað að hringja aftur en aldrei hringt. Þau lofuðu að hringja aftur!

Mér finnst alveg einstaklega skemmtilegt að skrifa óáhugaverðar bloggfærslur. Þeir sem lesa og láta sér leiðast geta sjálfum sér um kennt :-)

dagbók