Örvitinn

Verdon gljúfrin

Ég vaknaði fyrir sjö með hausverk eftir rauðvíns og bjórdrykkju gærkvöldsins, fann hvergi verkjatöflur.

Útsýnið yfir vatniðDundaði mér á netinu meðan ég var einn vakandi. Við skelltum okkur í dagsferð, stefnan tekin á bæina Rougon og Castellane. Kolla varð fljótt frekar slöpp í bílnum enda ekið um kræklótta vegi. Ókum meðal annars í gegnum bæinn Moustier sainte Marie en stoppuðum ekki. Útsýnið var stundum magnað á leiðinni, sérstaklega yfir vatnið (takið eftir brúnni), þetta er semsagt næsta uppistöðulón fyrir ofan lónið við Essapron. Við stoppuðum nokkrum sinnum við vegarkannt og leyfðum Kollu að anda að sér fersku lofti. Komum að veitingastað við afleggjarann að Rougon. Lögðum þar og stóðum í skugga undir tré meðan Ásmundur og kó óku upp að bænum. Þau hringdu skömmu síðar og sögðu að þangað ættum við að koma.

útsýnið frá salerni staðarinsStoppuðum og borðuðum crépes í Rougon. Þar var flott útsýni og ég efast um að margir veitingastaðir í heiminum hafi flottara útsýni út um salernisgluggann – enda þurftu allir að prófa salernið og taka myndavél með. Sólin skein og það var ansi heitt. Sem betur fer sátum við undir sólskyggni og það blés dálítið á okkur í hlíðinni. Því miður blés aðeins of mikið og við þurftum að taka sólskyggni niður.

Við ákváðum að skipta hópnum vegna bílveikinda Kollu - ekkert vit í því að aka með hana mikið þennan dag. Gyða ók okkar bíl heim á leið og Gunna fór með stelpunum. Ég fór með Ásmundi, Stebba og Margréti og við ókum hring um Miklugljúfur þeirra Frakka – stærstu gljúfur Evrópu og stórkostlegt landslag.

Hrægammur svífur um Verdon gljúfrinÁ hverju stoppi varð útsýnið stórfenglegra og ekki dró það úr stemmingunni þegar hrægammar fóru að svífa um rétt hjá okkur. Því miður skyldi ég stóru þungu aðdráttarlinsuna eftir á Íslandi, ég hefði gefið mikið fyrir að hafa hana framan á myndavélinni þarna. Myndin til hliðar er tekin á 55mm sem er ansi stutt (hér er myndin ekkert kroppuð).

Hæðst eru gljúfrin um 700 metra djúp. Þar stunda ofurhugar það að síga í spotta fram af brúninni. Á myndinni til hliðar er fólk sem sést vel á þessu 100% broti úr henni.

Við stoppuðum á kaffihúsið við áningarstað göngumanna, það er gríðarlega vinsælt að ganga um svæðið. Þar fengum við okkur kaffi og gos og litum yfir gljúfrið, á hótelið á brúninni. Einnig var tilkomumikið að sjá göngin sem búið er að gera í gegnum klöppina. Eftir stutt stopp héldum við áfram, en þá ókum við smá hring og fórum veginn hinum megin. Ókum meðal annars yfir brú þar sem teygjustökk er víst iðkað reglulega, held að þetta sé hæsta teygjustökk evrópu - eða a.m.k. það hæðsta af brú. Við ókum svo göngin, sem ég tók myndina af hinum megin frá og fengum okkur ís á veröndinni við hótelið á brúninni.

Á bakaleiðinni ókum við yfir brúna sem sést í fjarska á þessari mynd.

Ég eldaði spagettí carbonara í kvöldmatinn, lét bæði bjór og rauðvín eiga sig þetta kvöldið.

Myndir dagsins

Fyrri dagur - næsti dagur

Frakkland 2007