Örvitinn

Markaðurinn í Riez

Áróra hjálpar Kollu að velja hringFórum á markaðinn í Riez, en hann er fyrir hádegi á miðvikudögum. Þar er ansi margt í boði; fatnaður, skart og allskonar matvara. Við versluðum örlítið, ég keypti sixpencara til að brenna ekki á skallanum. Kolla keypti hring, Inga María og Gyðu fengu sér hálsmen og Gyða keypti líka kjól sem hún máti í sendiferðabíl. Í hádeginu fengum við okkur pizzur, pöntuðum fjórar þunnbotna pizzur sem dugði fyrir okkur öll.

Ég, Kolla og Inga María í sundlauginniEftir hádegi slökuðum við á við sundlaugina. Ég fékk Ingu Maríu að lokum til að stökkva út í laug, þó það væri alltaf í fangið á mér. Hún hafði óskaplega gaman að þessu loks þegar hún þorði.

Þór og Hulda mættu á svæðið, en þau voru að flytja um þessar mundir frá Lyon til Íslands. Þau komu færandi hendi, Hulda gaf stelpunum sippubönd og nú var hafist við að æfa sig að sippa á fullu. Kolla náði strax góðum tökum á því að sippa og var kominn í rúmlega hundrað "sipp", Inga María fór hægar af stað en henni fór hratt fram. Þær notuðu sitthvora tæknina, Kolla tók því rólega og tvíhoppaði milli snúninga meðan Inga María sippaði á fullu. Rólega leiðin er betri til að byrja með.

OstrurÁsmundur og Gunna elduðu soðið flesk og kál í kvöldmatinn. Margrét og Stebbi sáu um forréttinn, ostrur – m.a. úrvalsostrur frá „eyjunni hennar Margrétar“. Ég hef aldrei verið mjög hrifinn af ostrum og þetta breytti ekki áliti mínu, en Stebbi og Þór sáu um að borða þær.

Myndir dagsins

Fyrri dagur - næsta dagur

Frakkland 2007