Örvitinn

Rólegheit og nekt

Þetta var letidagur. Við ákváðum að fara ekki neitt heldur halda okkur í bænum. Borðuðum morgunmat og stelpurnar dunduðu sér við að perla.

Einn af hundunumRöltum niður í bæ og keyptum okkur ís. Rákumst þar á kunnuglegan hund og sáum ekki betur en að á næsta borði væri eigandi hundsins og hússins sem við gistum í. Höfðum aldrei hitt hann en ég þekkti hann af myndum úr húsinu (og hundinum náttúrulega). Hann var þó ekkert að kasta kveðju á þessa íslendinga sem þarna sátu heldur yfirgaf staðinn fljótlega eftir að við komum. Ísarnir voru ekki af minni gerðinni, fólk leyfir sér ýmislegt í útlöndum. Hundurinn á þessari mynd er ekki hundurinn úr húsinu okkar heldur annar sem vappaði á milli borða.

Kolla og Inga María vaða í verdon vatninuEftir ís fórum við niður að vatni og stelpurnar bleyttu aðeins tærnar.

Gengum svo heim í hús. Það var ágætis leikfimi að rölta upp að húsi þar sem Esparron de Verdon stendur í brattri hlíð.

Kolla og Gyða rölt upp brekku - enn einn hundurinn eltirÞegar við komum að húsinu gekk ég fremstur, Áróra Ósk var rétt fyrir aftan mig og Gyða svo spölkorn þar fyrir aftan með stelpurnar. Fyrir ofan hús sá ég að húsfreyjunan í hlíðinni fyrir ofan að sinna garðverkum - en við sundlaugin var húsbóndinn allsnakinn að sópa laufi. Ég sneri við á punktinum og sendi Áróru til baka, sagði henni að fara með stelpunum í hina áttina. Húsbóndinn sá mig, það kom fát á hann og hann hljóp til og skellti sér í stuttbuxurnar. Þetta var afskaplega kjánaleg upplifun - ég hef ekkert á móti nekt og er alls engin tepra, en fjandakornið ef þú ert búinn að leigja húsið út þá heldur þú þig í brókunum þegar þú mætir á svæðið.

Enginn póstur hafði enn borist og ekkert var því að frétta af lyklunum sem gleymdust í Eurodisney.

Ég grillaði svínakjöt í kvöldmatinn. Við höfðum verslað það sem töldum vera grillolíu en það reyndist vera grillgel - virkaði svosem en var hálf sóðalegt eitthvað. Eftir mat var drukkið rauðvín og ekki laust við að örlítið svifi á suma. Ég og Stebbi rökræddum við Huldu um Dalai Lama. það var undarleg umræða :-)

Ég tók afskaplega fáar myndir þennan dag.

Fyrri dagur - Næsti dagur

Frakkland 2007