Örvitinn

Sisteron

Kús kúsVið ákváðum að drífa okkur úr bænum þennan daginn. Byrjuðum á því að stoppa í næsta bæ, Graix og borða hádegisverð. Röltum að kúskús stað og ákváðum að prófa það. Maturinn var afskaplega góður og vel útlátinn - en ekki alveg ókeypis. Við áttum í mestu erfiðleikum með að tjá okkur við þjóninn en þetta reddaðist allt að lokum. Við pöntuðum tvennskonar kúskús, annars vegar grænmetis og hinsvegar með ýmsu kjöti. Kúskús var borið fram sér, svo soð og kjötmeti. Það var óskaplega heitt í hádeginu og sólin skein skært á bakið á mér - en sólskýli dugði annars ágætlega.

Eftir mat ókum að Sisteron þar sem við skoðuðum okkur um. Sisteron er við hraðbrautina og þetta var þægileg því leið. Við lögðum bílnum niðri í bæ. Lentum reyndar á óskaplega erfiðu stæði og ég nuddaði stuðaranum á bílaleigubílnum örlítið upp við kant. Byrjuðum á því að skoða gamla kirkju nirði í bæ og röltum svo upp að borgarvirkinu. Það hefði verið gáfulegt að aka upp að virkinu sem stendur upp á hæð - en við höfðum svosem gott af því að ganga.

Leiðin frá Esparron de Verdon til Sisteron
Leiðin frá Esparron de Verdon til Sisteron

Það var áhugavert að skoða borgarvirkið og við fórum upp í turn þar sem pólskur prins hafði þurft að dúsa í fangaklefa í fyrndinni. Við útsýnisskífu var gott útsýni.

Útsýnið úr borgarvirkinuEftir að hafa notað hörmulegar salernisaðstæður fyrir utan borgarvirkið röltum við aftur í bæinn að bílnum okkar og ákváðum að aka að Tímasafninu. Fórum í bílinn og höfðum fyrir því að koma honum úr stæði. Kveiktum á Garmin tækinu og fengum leiðbeiningar að safninu sem reyndist þá í næsta húsi. Við lögðum í annað stæði og skoðuðum þetta litla en skemmtilega safn um tímamælingar.

Stebbi og Margrét Við héldum svo til baka. Hulda sá um kvöldmatinn og eldaði á franska vísu - afskaplega góðan mat. Eitthvað örlítið var drukkið af rauðvíni.

Myndir dagsins

Fyrri dagur - Næsti dagur

Frakkland 2007