Örvitinn

Vælandi prestfrú

ATH: Þessi bloggfærsla um vælandi prestfrú er skrifuð eftir að hún hafði skrifað um bloggskrif mín á sinni síðu. Þar fjallaði hún um skrif mín um leikskólaprest án þess að vísa á þau eða nefna mig á nafn. Mér þótti því við hæfi að svara á sama hátt.

Prestfrú nokkur (og verðandi prestur) vælir útaf harðri gagnrýni. Aldrei svara hún nokkru efnislega, enda verðandi prestur og því að búa sig undir að verða stikkfrí fyrir gagnrýni.

Hvað ætli hún myndi segja ef ég stundaði trúleysiboð í leikskóla barna hennar?

Hvað er að því að kalla svona fólk hræsnara eða skítapakk? Er þetta ekki bara það sama og að segja að vatn sé blautt?

ps. Já, ég skal segja þetta við þau beint - helst fyrir framan annað fólk. En ekki fyrir framan börnin þeirra, mér þætti það nefnilega of langt gengið - ólíkt þeim, þessum andskotans siðlausu heilögu hræsnurum.

dylgjublogg
Athugasemdir

Matti - 27/06/07 10:25 #

Vælandi prestfrúin segir að ekkert sé víst að hún verði prestur.

Við skulum sjá til við hvað hún starfar eftir tíu ár.

Annað, hún er óskaplega upptekin af samskiptum í netheimum. En aldrei tjáir hún sig um kristniboð í leikskólum - en þar er nefnilega um að ræða alveg gríðarlega óheiðarleg samskipti í raunheimum.

Betra er fyrir hræsnarann að tjá sig ekkert um þá hlið, aðdáun sína á kristniboði og aðgreiningu í leikskólum.

Matti - 27/06/07 22:03 #

Meira um prestfrú (og verðandi prest).

Þetta er ekki frekja. Einfaldlega staðfesting á hræsni.

Þú ert hræsnari vegna þess að þú trúir því að þú (og karlinn þinn líka) sért frjálslyndur trúmaður - en raunin er sú að trúarnöttarar eins og þið eru vandamálið hér á landi í dag. Vinnið að því að sundurgreina fólk eftir trúarskoðunum og hikið ekki við að stunda kristniboð í leikskólum. Fjandinn hafi það, hversu geðveikislega siðlaus þarf maður að vera til að stunda kristniboð í leikskólum eða vera ánægður með slíkt starf - finnast það bara fín lausn að taka "trúlausu" börnin til hliðar með hin eru heilaþvegin.

Maður þarf að vera eitthvað stórkostlega klikkaður í kollinum. Ef maður heldur um leið að maður sé líbó - eitthvað andsvar við "öfgatrúmenn" er ljóst að maður er duglegur við að blekkja sjálfan sig auk þess að vera hræsnari.

Það var það eina sem ég vildi benda á varðandi þessa prestfrú (og verðandi prest). Hún er hræsnari.

Þögn hennar (og upphrópanir um frekju, dylgjur og annað þess háttar) staðfesta það ósköp einfaldlega.

Þegar ég mæti í leikskóla barna hennar og boða þeim trúleysi má hún kalla mig hræsnara til baka og ég verð þá bara að sætta mig við þann dóm, því hann væri réttur.

Matti - 30/06/07 21:03 #

Ég held það séu engin takmörk fyrir því hvað hún getur vælt blessunin.

Það er staðreynd að þessi prestfrú styður kristniboð í leikskólum og grunnskólum.

Algjörlega óumdeilt.

Þar með er hún öfgatrúmanneskja. Það getur enginn haldið því fram að hann sé bæði "hófsamur" í trúmálum en styðji líka kristniboð í leikskólum. Það er ósköp einfaldlega þversögn.

Allir sem styðja slíkt kristniboð eru ipso facto öfgatrúmenn.

Svo það sé algjörlega á hreinu, þá er ég andsnúinn því að trúleysi sé boðað í leik- og grunnskólum.

Mér finnst alveg ótrúlegt hvað þessi prestfrú er djúpt sokkin í hræsnina.