Örvitinn

Ljóðið í lesbók Morgunblaðsins

Við erum orðin áskrifendur að Morgunblaðinu. Greiðum reyndar ekkert fyrir það heldur erum við með kynningaráskrift. Ég hef því lesið blöð síðustu daga.

Getur eitthvað gott fólk útskýrt fyrir mér ljóðið og skýringarnar í lesbók Morgunblaðsins í gær.

Um er að ræða sálm eftir Pétur Sigurgeirsson biskup og í skýringum kemur meðal annars þetta fram:

Frumheimildin um tilvist Jesú og lærisveina hans er Páll postuli, ekki aðeins sem einn rammasti andstæðingur hans, heldur við afturhvarfið sem vottur hans og boðberi með lærisveinum hans. Páll postuli hefur í afstöðu sinni til hins sögulega Jesú einstakt gildi.

Skýringarnar enda á þessum orðum:

Þannig kemur frá báðum áttum tímatalsins sami vitnisburður um hjálpræðisverk frelsarans. Megi svo verða í æ ríkara mæli og allar stundir og um eilífð. Amen.

Enginn er skrifaður fyrir textanum og því hlýtur Þröstur Helgason að bera ábyrgð á honum, ekki biskupinn eða einhver hans undirsáta.

Það sem ég er að spá, varðandi sálminn og skýringarnar er tvennt. Annars vegar: var ég að missa af einhverjum kristnum hátíðardegi? Hins vegar: er þetta lið ekki að grínast?. Eru deilurnar um ljóðlist komnar út á þá braut að dálkurinn í lesbókinni verði útibú frá Omega?

Væri ekki nær að birta eitthvað eftir Helga Hóseson?

kristni menning
Athugasemdir

Matti - 08/07/07 17:31 #

Ef það hefur farið framhjá einhverjum, þá tala ég um "útibú frá Omega" vegna lokaorða skýringartextans - ekki útaf því að sálmur birtist yfir höfuð í lesbók Morgunblaðsins.

Ég hefði haldið að þetta væri augljóst.

Hjalti Rúnar Ómarsson - 10/07/07 10:28 #

Pétur Sigurgeirsson hlýtur að vera höfundur þessara skýringa. En þær eru fullar af vitleysum:

  1. Ef maður les Jes 9 í samhengi, sést að þarna getur ekki verið að tala um Jesú.
  2. Orðið "lærisveinn" er ekki að finna hjá Páli, og maður lærir nánast ekki neitt um Jesú hjá honum (eins og þú bendir réttilega á).
  3. Hann segir að Lúkas hafi skrifað Lúkasarguðspjall og Postulasöguna, ekkert bendir til þess, og það er meira að segja ólíklegt vegna mótsagna á milli Postulasögunnar og bréfa Páls.
  4. Hann segir að Lúkas segi að Jesús hafi fæðst þegar Kyreneus var landstjóri, en segir síðan að samkvæmt því sem Lúkas segir frá hafi Jesú fæðst 4-7 f.ot., 10-13 árum áður en Kyreneus varð landstjóri.
  5. "nákvæmlega er nafnið Jesús nefnt 1.031 sinni í Nýja testamentinu", ekki lengur