Örvitinn

Kaffidrykkjumórall

Kaffivél TrackwellVið horfðum á fróðlegan sjónvarpsþátt um kaffidrykkju í gærkvöldi. Kaffidrykkjukonan á heimilinu horfði á þáttinn af áfergju! Það var ekki laust við að ég fengi móral yfir því að drekka ekki kaffi, ég virðist nefnilega hafa litlar forsendur fyrir því að eiga gáfulegar samræður :-)

Annars skil ég ekki af hverju ég drekk ekki kaffi. Kannski er þetta matvendni að kenna, ég var dálítið matvandur í gamla dag en það á ekki lengur við.

Ég er of gamall til að byrja að fikta við kaffidrykkju.

Næsti þáttur á eftir kaffidrykkjuþættinum fjallaði um tóbaksreykingar. Ég skipti um stöð.

fjölmiðlar
Athugasemdir

Birgir Baldursson - 10/07/07 14:38 #

Annars skil ég ekki af hverju ég drekk ekki kaffi. Kannski er þetta matvendni að kenna, ég var dálítið matvandur í gamla dag en það á ekki lengur við.

Fyrir nú utan það að kaffi í nútímanum er allt annað fyrirbæri en þetta uppáhellta glundur sem eldri kynslóðir Íslendinga drukku í lítratali (ég meðtalinn).

Arngrímur - 10/07/07 16:19 #

Fyrir nú utan það að kaffi í nútímanum er allt annað fyrirbæri en þetta uppáhellta glundur sem eldri kynslóðir Íslendinga drukku í lítratali (ég meðtalinn).

Þessu hafna ég alfarið. Ef ég finn vott af einhverju froðujukki í kaffinu mínu er það nóg til að valda mér klígjuköstum út daginn. Lengi lifi uppáhellta glundrið!

Matti - 11/07/07 09:25 #

Þarna sjáið þig. Kaffidrykkjufólk er meira að segja sundurleitur hópur sem getur ekki einu sinni ákveðið hvernig á að drekka kaffið.

Ég held ég fái mér bjór :-)

Birgir Baldursson - 11/07/07 17:04 #

Já, en bjórdrykkjufólk er líka sundurleitur hópur sem getur ekki einu sinni ákveðið hvernig á að drekka bjórinn, ljósan eða dökkan, ale eða lager, volgan eða kaldan.

Ég held ég fái mér kaffi. ;)

Arngrímur - 11/07/07 22:35 #

Vantrúarseggir eru ekki síður sundurleitur hópur fólks sem getur ekki einu sinni ákveðið hvort drekka eigi kaffi eða bjór.

Ég held ég fái mér kaffi á morgnana og bjór á kvöldin.