Örvitinn

Verðlagning á sjónvarpstækjum

Gunnar J. Briem ber saman verð á sjónvarpstækjum á Íslandi, Svíþjóð og Bretlandi.

Djöfull er verið að okra á okkur.

græjur vísanir
Athugasemdir

Ásgeir - 25/07/07 12:09 #

Að segja að gjöld og tollar útskýri muninn er kjaftæði. Það skal enginn segja mér að sænska ríkið taki ekki ríflega af sjónvörpum.

Sævar Helgi - 27/07/07 22:29 #

Tollar og gjöld er STÓR hluti af verðmuninum. Það sem er virkilega sorglegt er að álagningin á sjónvörpum er í mörgum tilvikum alls ekki svo há. Sorglegt vegna þess að fyrirtækið þarf að lifa og borga starfsmönnum sínum sem þurfa líka að lifa. Ef þú reynir að reka fyrirtæki með 10 eða 15% álagningu mun það ekki skila fyrirtækinu miklum hagnaði og það fer fljótt á hausinn. Álagning á sjónvörpum er ekkert svo rosaleg. Ef ég ætti fyrirtækið sem ég vinn hjá væri ég ekkert alltof sáttur með það sem hvert tæki skilar.

Ég skal nefna dæmi um eitt tæki og það er Pioneer plasmamónitor (1920x1080p24) sem kostaði 690.000 í Ormsson. Þar sem þetta tæki var mónitor en ekki sjónvarp voru lægri tollar og gjöld á því en venjulegum sjónvörpum. Þetta tæki kostaði því það sama og í Bandaríkjunum!

Þar fyrir utan virðast Íslendingar alveg vera tilbúnir að borga hátt verð fyrir sjónvarpstækin.

Svíar leggja örugglega slatta á tækin. En tækin sem við kaupum í íslenskum verslunum eru einmitt keypt inn frá umboðsaðilum í Svíþjóð. Umbarnir þar eru heldur ekki beint að vera góðir við okkur.