Örvitinn

Trúlaust ofsatrúarfólk

Er ekkert undarlegt að fámennur hópur fólks sem reynir að vera mótvægi við boðun hindurvitna fái "öfga-" og "ofsa-" stimpil á sama tíma og "hógvært trúfólk" boðar hindurvitni í leik- og grunnskólum og er beinlínis allstaðar í þjóðfélaginu?

Er ekki eitthvað öfugsnúið við það að "öfgatrúleysingjar" spili bingó en hófsamir íslendingar fussi yfir þessu "hyski"?

Er ekki eitthvað skrítið þegar fólk talar um hóp eins og Vantrú sem trúlaust ofsatrúfólk og stillir þeim upp á móti sköpunarsinnum - hver er ofsatrú Vantrúar?

Mér finnst merkilegt hvað annars frjálslynt fólk verður að miklum smáborgurum þegar umræðan snýst um trúmál. Hef stundum á tilfinningunni að þessir plebbar séu að reyna að skora stig hjá trúuðum vinum sínum - trúuðu vinirnir eiga það nefnilega til að redda "giggum".

Væri ekki nær að líta líka á þá sem boða hindurvitni?

Eva skrifaði um daginn fínan pistil um öfgar. Frelsarinn á Vantrú skrifaði einnig góðan pistil um öfgafulla trúleysingja.

efahyggja