Örvitinn

AF Zoom Nikkor 80-200mm f/2.8s ED MK I

Á þessari síðu fann ég umfjöllun um 80-200 linsuna sem ég keypti notaða fyrir rúmu ári - hef í raun aldrei verið með það á hreinu nákvæmlega hvaða tegund ég á. En þarna eru myndir og farið í gegnum sögu 80-200 linsunnar frá Nikon. Ég á tegundina sem fram kemur í titli færslunnar, framleidd á árunum 1988-1992.

Þrælvirkar ennþá enda gott gler - en fókusar reyndar ekkert mjög hratt þar sem linsan er ekki með innbyggðum fókusmótor. Hér eru annars flickr myndirnar mínar teknar með þessari linsu. Ég væri alveg til í að eignast nýjustu týpuna en það gerist ekkert á næstunni.

Rakst á síðuna þegar ég var að leita að upplýsingum um hvort hægt væri að nota teleconverter með þessari linsu.

myndavélar og aukahlutir