Örvitinn

Fórum í bústað

Skelltum okkur í bústaðinn um helgina. Ferðin byrjaði frekar illa, við brunuðum úr bænum um sex á föstudag, versluðum í Bónus í Borgarnesi og héldum áleiðis í bústað. Vorum rétt komin úr Borgarnesi þegar við föttuðum að við vorum ekki með lykla að bústaðnum, pabbi var með mína lykla.

Kolla með fótboltaHringdum í tengdaforeldra mína sem óku á móti okkur, við hittum þau á Kjalarnesi. Ferðin í bústað varð því ríflega tvöfalt lengri en hún átti að vera og við fórum þrisvar í gegnum göngin - sem betur fer erum við með gangnalykil.

Á laugardag fór ég með stelpunum út á sparkvöll, við lékum okkur í fótbolta og ég tók myndir. Skelltum okkur svo í Baulu og fengum okkur síðbúinn hádegisverð - dálítið bras. Tengdaforeldrar mínir komu svo í bústað um eftirmiðdaginn. Heiti potturinn þrifinnVið tæmdum heita pottinn, skiptum um litla filterinn og þrifum þann stóra, svo var potturinn skrúbbaður. Grilluðum svínakjöt, kartöflur og brauð í kvöldmatinn. Gláptum á sjónvarpið um kvöldið, ég hafði ekki séð Hannibal áður en hafði heyrt af henni - átti satt að segja von á meiri viðbjóði miðað við lýsingar. Stebbi mætti svo í bústað rétt eftir miðnætti.

Í gær slóum við hluta af blettinum. Ég lenti reyndar í bölvuðu basli með sláttuvélina, var lengi að koma henni í gang og eftir að hafa klárað bensín kom ég henni ekki aftur í gang eftir áfyllingu. Fórum svo í pottinn í afskaplega góðu veðri og slökuðum á.

lækurinnÉg fór út í smá göngutúr áður en við skelltum okkur í kvöldmat í Borgarnesi. Borðuðum á Landnámssetri, það var ekkert æðislegt, pastað sem ég og stelpurnar fengum var illa eldað en súpur sem aðrir fengu voru góðar og verðlag var hóflegt. Ég rölti út eftir kvöldmat og tók myndir, m.a. panorama mynd af Hafnarfjalli, var ekki með þrífót í þetta skipti.

Myndir helgarinnar.

dagbók