Örvitinn

Enn um trú.is

Af hverju er lokað fyrir athugasemdir við þennan pistil og af hverju er ekki vísað á upprunalega pistilinn þar sem opið er fyrir athugasemdir?

Í alvöru talað Árni, þetta er vandræðalega lélegt.

Ég hef áður bent á þetta). Fyrir rúmlega sex milljónir á ári í vefsíður finnst mér að Þjóðkirkjan ætti að geta gert betur.

kvabb
Athugasemdir

Kristín í París - 14/08/07 11:04 #

Spanderar þjóðkirkjan sex millum í vefinn á ári? Jesús maría jósep, segi ég nú bara og krossa mig um leið.

Matti - 14/08/07 11:14 #

Já, en til að gæta sanngirni þá er launakostnaður inni í þessu, en þetta lítur svona út:

Vefir Þjóðkirkjunnar 6.300.000 Laun og rekstrarkostnaður (word skjal)

Kristján Atli - 14/08/07 18:54 #

Það verður að gefa Þjóðkirkjumönnum það sem þeir eiga, þeir kunna að mergsjúga hýsilinn, eins og sönnu snýkjudýri sæmir. Rúmlega sex milljónir til að halda úti vefsetrum sem eru lítið annað en bloggsíður presta? Þvílíkt kjaftæði, og á meðan vantar okkur enn aukafjárveitingar fyrir fleiri sjúkrapláss á íslenskum spítölum, svo aðeins eitt aðkallandi atriði sé nefnt.

Ég skil þessa menn samt vel. Ef þú ætlar að skrifa pistil um það hvers vegna það sé meinlaust og sjálfsagt að stunda trúboð í skólum ertu nokkuð örugglega sú týpa sem vill ekki hlusta á rök hvort eð er. Til hvers að hafa opið fyrir ummæli sem þú ætlar hvort eð er að hunsa með öllum ráðum?

Pétur Björgvin - 14/08/07 20:52 #

Sæll. Þykir miður að heyra þetta um biðina á því að ummæli birtist.

Eina sem ég veit er að Árni Svanur er í feðraorlofi þannig að ekki er það við hann að sakast í þessum málum. Hef hins vegar ekki kynnt mér hver leysir hann af.