Örvitinn

Inga María veik

Inga María er búin að ná sér í pest og er veik heima. Missir af lokadeginum og karnivalinu í Hólmaseli.

Ég kom heim úr vinnunni rúmlega eitt í nótt - þurfti að deila mínu rúmi með henni og var því frekar lengi að sofna. Hún svaf samt vel.

Ásmundur afi hennar er að passa hana fyrir hádegi, Gyða tekur vaktina seinnipartinn. Vonandi verður hún góð á morgun, við ætluðum að kíkja í bæinn að upplifa menninguna.

fjölskyldan
Athugasemdir

Sirrý - 17/08/07 09:46 #

Æji greyið vona að hún nái sér fljótt af þessari pest.

Matti - 17/08/07 16:40 #

Gyða sagði mér áðan að Inga María væri orðin hitalaus. Hún er vonandi að braggast.

Sirrý - 18/08/07 00:45 #

Jæja það er nú gott að heyra. Þá getur hún gert eitthvað menningarlegt á morgun með fjölskyldunni. Ég er að fara að vinna á Carpe diem svo ég held að restin af fjölskyldunni verði ómenningarleg heima hjá sér.