Örvitinn

Rafmagnsnetsvesen

Ég er búinn að vera með rafmangs-nettengi í láni frá vinnunni síðustu viku og það hefur virkað þrælvel. Í dag skilaði ég þeim tenglum (þar sem Ívar vildi prófa heima hjá sér) og keypti eins græjur hjá símanum.

Það væri ekki í frásögur færandi nema vegna þess að þá virkar þetta ekki rassgat. Nákvæmlega eins tenglar en engin virkni, það kemur ekki einu sinni link ljós þó tenglarnir séu á sama fjöltengi. Ætli ég þurfi ekki að fara í Símann á morgun og fá nýtt par.

Leiðist svona vesen.

Tenglarnir sem ég fékk voru notaðir (það var búið að opna pokana með netköplunum). Ég þori að veðja að sá sem var með þá áður fékk þau svör að raflagnir hjá honum væru "gamlar" og því virkaði þetta ekki þegar málið er að tenglarnir sjálfir eru bilaðir. Ég hefi haldið það sama ef þetta hefði ekki virkað fínt í morgun með eins tenglum.

tölvuvesen
Athugasemdir

Matti - 21/08/07 09:48 #

Tölvusérfræðingur minn segir mér að það eigi bara eftir að para tenglana. Um þetta er ekkert talað í leiðbeiningum, heldur er þvert á móti tekið fram að þetta sé 'plug and play'.

Ég prófa að para þá í kvöld.

Ef það virkar verður næst próf fólgið í því að prófa tvö pör af tenglum (með tenglunum sem vinnan á). Ef það virkar eru sjónvarpstengimál heimilisins í höfn.

Matti - 21/08/07 20:39 #

Jæja, þetta er komið í lag. Ég skellti tenglunum í rafmang, tengdi annan við switch og keyrði svo forrit sem fylgdi með til að para tenglana.

Það er náttúrulega óskaplegt klúður hjá Símanum að senda frá sér óparaða tengla. 99% viðskiptavina hefðu ekki getað bjargað sér sjálfir og hefðu líklega fengið það svar að rafmangið væri of gamalt (þetta er það sem sölumaður Símans sagði við mig þegar ég keypti tenglana, að hugsanlega virkaði þetta ekki ef raflangir væru of gamlar).

Gummi Jóh - 22/08/07 16:35 #

Það á ekkert að þurfa að para þá beint úr kassanum, þeir eiga bara að nota DHCP og málið er dautt. Það er þá kannski helst að þú hafir fengið notaða tengla eins og þú hélst fyrst sem voru paraðir á aðrar IP tölur en local netið þitt er að nota (10.0.1.x net í stað 192.168.1.x) eða álíka)

Það lenda margir í því að þetta virkar ekkert, bæði útaf löngum lagnaleiðum, gömul hús, tvískipt rafkerfi og þess háttar rugl.

En gott að þetta er farið að virka, það er auðvitað aðalmálið.

Matti - 23/08/07 17:14 #

Snýst þetta um ip-tölur? Er þetta ekki bara spurning um kóðunina á milli tenglanna? Ég veit náttúrulega ekkert um þetta :-)

Matti - 24/08/07 22:49 #

Ég prófaði tvö pör í gærkvöldi - adsl sjónvarpið í gegnum annað og svo netið í gegnum hitt - það þrælvirkaði.

Þannig að um leið og ég get fengið annan adsl afruglara tengi ég sjónvarp upp í svefnherbergi með nettengi í gegnum rafmagn.