Örvitinn

Leirafmæli

Í dag eigum við hjónin leirafmæli! Leir er nú ekkert mjög spennandi efni, í fyrra var það brons og á næsta ári tin.

Tíminn flýgur og allt það.

dagbók
Athugasemdir

Kristín Kristjánsdóttir - 22/08/07 11:41 #

Bölvuð vitleysa er þetta í þér. Leir getur vel verið mjög áhugavert efni. Það fer þó auðvitað algjörlega eftir því hvað er gert úr honum.

Líkt og það sem þið gerið áfram úr hjónabandi sem hefur staðið í níu ár.

Til hamingju með daginn bæði tvö :)

Björn Friðgeir - 22/08/07 12:22 #

Ekki yrkja í tilefni dagsins! Það gæti farið illa :-D

Til hamingju!

Borkur Steingrimsson - 22/08/07 12:52 #

Til hamingju með daginn. Við eigum einmitt líka leirafmæli í dag. Spurning um að fá sér leir í matinn í kvöld ...

Matti - 22/08/07 13:51 #

Takk takk.

Þú segir nokkuð - maturinn sem við fáum okkur í kvöld verður einmitt eldaður í leirofni :-)

Eyja - 22/08/07 15:18 #

Til hamingju með leirinn. Þið gætuð alla vega leirað saman í tilefni dagsins.

Annars hefur mig alltaf langað til að vita hver það var sem bjó til þennan lista yfir brúðkaupsafmælin. Ég sé fyrir mér einhvern hóp á fylliríi, "hvasegiði, eigum við að segja að 12 ára afmælið sé steypa...nei, höfum það reyr...". Og hver var það sem tók við þessum lista og hvernig í ósköpunum hlýtur svona listi þann sess að fólk fer að taka honum sem sjálfsögðum hlut?

Matti - 22/08/07 15:38 #

Jamm, þetta er afskaplega furðulegur listi.

Ég googlaði og fann listann hjá skartgripaverslun. Hafði satt að segja ekki hugmynd úr hvaða efni þessi dagur væri gerður :-)

Sirrý - 22/08/07 18:46 #

Innilega til hamingju með daginn. Vonandi gastu notið hans vel þrátt fyrir að konan þín væri hér hjá mér. Þið getið tildæmis farið saman í leirbað svona til að fullkomna daginn en annars er gott að fá matinn úr leirofni.

Njótið hans vel

Jóna Dóra - 22/08/07 19:38 #

Til hamingju með daginn :o)

Kata - 23/08/07 17:12 #

Til hamingju með daginn, sérstakt að eiga leir brúðkaupsafmæli, sýnist þið hafa leirað ýmislegt saman hingað til :)