Örvitinn

Deliver us from evil

Við hjónin kíktum í Regnbogann í kvöld (17:30) og sáum Deliver us from evil, merkilega heimildarmynd um kaþólskan prest sem misnotaði börn og kirkjuna hans sem hylmdi yfir glæpina.

Ég verð satt að segja reiður við að horfa á svona myndir og sem foreldri á ég erfitt með sum atriðin, t.d. þegar faðir sagði útskýrði af hverju stúlkan hefði aldrei sagt frá, hún vildi ekki að pabbi sinn færi í fangelsi fyrir að drepa prestinn - en áður hafði hann sagt henni að hann myndi drepa þá sem sköðuðu hana.

Þetta er sláandi mynd, ætli Jón Valur og Magnús Ingi hafi farið í bíó?

kvikmyndir