Örvitinn

Vantrú.is og trú.is

Í dag er vísað á fjórar vefsíður á Vantrú. Það er varla fréttnæmt.

Það sem er í frásögur færandi er að ein greinanna sem við mælum með er á trú.is. Við höfum náttúrulega oft vísað á eitthvað sem við gagnrýnum á þeirri síðu - en ég held þetta sé í fyrsta skipti sem við beinlínis mælum með prédikun.

Haldið þið að það muni nokkurn tímann birtast vísun á vantrú frá trú.is? Ég held ekki. Stefnan þar er að nefna okkur aldrei á nafn og vísa aldrei á neitt á okkar síðu - ef um okkur og aðra trúleysingja er rætt er það gert með dylgjum.

Annar vefurinn er rekinn af fólki sem telur sig hafa forsendur til að kenna börnunum okkar siðferði. Hinn er rekinn af fólki sem þau telja andlit siðleysis, kaldlyndis og tómhyggju.

Sniðugt hvernig heimurinn virkar, ekki satt?

kristni