Örvitinn

Kristilega vefritið Deiglan

Ég nenni ekki að tjá mig um þessa símaauglýsingu og fárið útaf henni á moggabloggum. Hvað er nýtt? Biskupinn er hræsnari, sumt trúfólk er afskaplega viðkvæmt og sumir guðfræðinemar hafa furðulega sýn á mannkynsöguna.

En þetta vakti athygli mína.

Siðlaust guðlast

Trúin er mikilvæg fyrir hvern og einn sem hana iðkar en sömuleiðis litast menning og samfélag okkar af henni. Mönnum ber að sjálfsögðu að fjalla um trú, kristna eða aðra, af vegsemd og virðingu en þó má aldrei tapa gleðinni.

Hvernig í ósköpunum stendur á því að fólk heldur svona vitleysu fram - og hvað er málið með titil greinarinnar?

Er hin raunverulega frétt ekki að hönnuður auglýsingarinnar hugsaði hana sem "trúboð"?

(ég hef áður notað sömu fyrirsögn)

kristni