Örvitinn

Fyrir utan Þjóðskrá

Eftir hádegisfundinn í gær skutlaði ég Kára Svan í Þjóðskrá þar sem hann skilaði inn 81 trúskráningareyðublaði. Talan hækkar með hverjum degi og stendur nú í 488. Vantrú hefur aðstoðað 488 einstaklinga við að lagfæra trúfélagaskráningu sína. Langflestir (99%) hafa skráð sig úr Þjóðkirkjunni og flestir (95%) skráð sig utan trúfélaga.

Kári Svan Rafnsson fyrir utan Þjóðskrá í Borgartúni

Kári hefur verið lang duglegastur í þessu starfi okkar, hefur verið mjög ötull við að bjóða fólki þessa aðstoð og ætti að fá Fálkaorðuna fyrir að mínu mati :-)

myndir
Athugasemdir

Eva - 09/09/07 10:41 #

Þetta er dæmi um hugsjónastarf sem ég skil svosem alveg en myndi aldrei nenna að sinna því sjálf. Það er hálfpirrandi þegar hátt hlutfall þeirra sem eru skráðir í Þjóðkirkjuna er notað sem rök fyrir trúhneigð landans eða nauðsyn þess að ríkið standi í rekstri trúfélaga en auðvitað vita allir að hlutfall skráðra segir nákvæmlega ekki neitt. Mín vegna má það fólk sem hefur ekki rænu á því að fylla út eitt eyðublað hjálparlaust, húka aftan í þessari risaeðlu áfram. Reyndar finnst mér það bara gott á það.

Matti - 09/09/07 12:30 #

Mér finnst það líka næstum því "gott á það" - en bara næstum því. Þjóðkirkjan fær nefnilega rúmlega tíu þúsund krónur á haus og eins og þú bendir á - þá er þetta sífellt notað sem einhver rök í umræðunni; "Vinaleið er í lagi vegna þess að 82% Þjóðarinnar er í Þjóðkirkjunni" !

Eva - 09/09/07 14:10 #

Tíkall á haus! Er það virkilega svo mikið? Ég hefði giskað á 2500. Þetta er náttúrulega skandall. Þetta merkir þá ykkur hefur tekist að skerða tekjur kirkjunnar um 483000 kall á ári. Ég get ekki annað en vottað ykkur virðingu mína fyrir það. Seigið svo að beinar aðgerðir skili ekki árangri.

Matti - 09/09/07 14:28 #

Árið 2005 fékk Þjóðkirkjan um 11.000,- kr frá Ríkinu fyrir hvern sem í hana var skráður, um 8.500 í sóknargjöld + 18.5% í jöfnunarsjóð sókna + 11.3% í kirkjumálasjóð (sjá á Vantrú: FAQ: Hvað eru sóknargjöld?).

Þannig að það munar um þetta.

Meiru munar þó um að á hverju ári þarf Þjóðkirkjufólkið að draga úr fullyrðingum sínum - það hlakkaði í mér síðast þegar ég gat leiðrétt prest á málþingi og bent á að talan stæði í 82%, en ekki 85 eins og hún sagði - það mun muna um það áróðurslega þegar talan fer undir 80 :-)

Heyrðu annars, væri ekki sniðugt að hafa trúfélagaskráningareyðublöð aðgengileg í búðinni þinni? ;-)

Hjalti Rúnar Ómarsson - 09/09/07 20:18 #

Eva, mér sýnist þú hafa sleppt núlli. Ef við notum prósentutölurnar hans Matta, þá er þetta samtals:

fjöldi * prósenta sem skráir sig úr kirkjunni * mánaðargjald * tólf mánuðir * aukapeningur í sjóðina

488*0,99*789*12*1,3=

~5.950.000 kr.

Um það bil 6 milljónir á ári.

Eva - 12/09/07 18:49 #

Jamm ég hef gleymt núlli, takk fyrir leiðréttinguna.

Það væri svosem allt í lagi að hafa eyðublöð aðgengileg í búðinni en það er sjaldgæft að fólk taki með sér þau rit og blöðunga sem þar liggja svo ég efast um að það myndi skila árangi. Auk þess er eryðublaðið aðgengilegt á netinu og um 90% landsmanna hafa greiðan aðgang að því. Líklega væri betra að koma eyðublöðunum á trúboðana hans Geirs Jóns.

Jóna Ingibjörg Jónsdóttir - 30/10/07 13:47 #

Enda er ég stolt af stráknum mínum.

Mútta Kára Svan