Örvitinn

Britney Spears og Nýhil

Þegar ég hitaði upp í Laugum rétt fyrir hádegi sýndi Sky fréttastofan stutt brot af frammistöðu Britney Spears í gærkvöldi. Það var döpur sjón.

Nei, ég ætla ekki að blogga um Britney Spears - hvað er að ykkur?

Þegar ég horfði á þetta stutta brot vissi ég að stebbifr myndi blogga um málið og auðvitað brást hann ekki, á sama tíma og ég var allur að hitna birti hann hugleiðingar sínar (sem ég las reyndar ekki). Hvað er eiginlega að þessum manni?

Nú bíð ég bara eftir því að Egill Helgason skrifi eitthvað misgáfulegt um málið - bloggskrif hans líkjast skrifum stebbafr meira með hverjum deginum. Ég held stundum að þetta sé sama fígúran. Ekki hafa áhyggjur, Þorgrímur Þráinsson er byrjaður að blogga.

Hvað kemur Nýhil málinu við? Hvað segir Lesbókin?

Þetta gæti verið spurning á prófi. Kláraður rununa: stebbifr, Egill Helgason, Þorgrímur Þráinsson, Nýhil

menning
Athugasemdir

Erna - 10/09/07 18:09 #

Hehe.. þú ert bara abbó af því að stebbifr var á undan þér!! Ég horfði einmitt á beina útsendingu af þessu dæmi þegar ég var að hita upp í gærkvöldi, ógeðslega súrt... Samt betra en að horfa á stríðsfréttafluting á CNN.

Matti - 10/09/07 19:53 #

Jamm, ég játa... ég játa - afbrýðisemin er að fara með mig :-)

Óli Gneisti - 11/09/07 02:03 #

Og Egill er búinn að skrifa um málið.

Matti - 11/09/07 10:29 #

Ég hló inni í mér þegar ég sá þessa bloggfærslu Egils í gærkvöldi.

Svo grét ég dálítið líka.

Inga - 11/09/07 12:57 #

hhehe það eru semsagt fleir sem alls ekki þola þennan stebbafr og hans löngu löngu færslur og beinu fréttir af málum líðandi stunda.......