Örvitinn

Góður nætursvefn

Ég vaknaði fyrir átta í morgun og fór þó ekkert sérstaklega snemma að sofa í gærkvöld - við hjónin fórum í bælið um hálf eitt. Ég var samt úthvíldur og tilbúinn til að fara á fætur - sem ég gerði þó ekki, dottaði til níu. Þetta telst til tíðinda á laugardegi á mínu heimili.

Líklegasta skýringin á þessu er að Inga María svaf í sínu rúmi í alla nótt og kom semsagt ekkert upp í til okkar. Það gerist afar sjaldan. Ég held við hjónin höfum sofið óvenju vel í nótt bara tvö í okkar rúmi.

Nú þurfum við bara að koma Ingu Maríu upp á lagið með þetta. Ég held við myndum öll sofa örlítið betur fyrir vikið.

fjölskyldan