Örvitinn

Boltinn í dag

Ég skellti mér á Players og horfði á Liverpool leik dagsins. Það voru vonbrigði. Steven Gerrard hefur ekki verið að skila sínu í síðustu leikjum og ég tel það veigamikinn þátt í þessu slappa formi liðsins.

Í sjónvarpinu er bein útsending frá úrslitaleik bikarkeppnin kvenna þar sem KR er að valta yfir Keflavík. Er hugsanlegt að Keflavík hafi komist í úrslitaleikinn án þess að spila á móti Val eða Breiðablik, hinum liðunum í kvennaboltanum sem eitthvað geta? Það er afar slæmt fyrir kvennaboltann að það séu bara þrjú lið sem eitthvað geta.

Ég er að fara í innibolta á eftir en það eru ekki nema sex búnir að melda mætingu, það þarf að bæta í hópinn í laugardagsboltanum. Við spilum yfirleitt með futsal bolta en styðjumst ekki við futsal reglur. Ég spái betri tilþrifum í íþróttahúsi Kársnesskóla á eftir heldur en á Anfield og Laugardalsvelli í dag.

Fyrir utan hjólhestaspyrnu Torres, það voru dálítið flott tilþrif.

18:30
Spá mín rættist ekki - það var ekki mikið um góð tilþrif í boltanum í dag.

boltinn