Örvitinn

Halldór Blöndal, flimtingar og hærra plan

Sjálfur Halldór Blöndal dylgjar um mig í mogganum í dag. Það er dálítið merkilegur áfangi :-)

"Ég ber djúpa virðingu fyrri honum [Sri Chinmoy] og kann að meta það mikla starf, sem hann hefur unnið í þágu friðar og samkenndar þjóða á milli. Það starf getur enginn, sem ber virðingu fyrir sjálfum sér, haft í flimtingum.
Stefán Ingi Stefánsson, framkvæmdastjóri Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna hér á landi, útskýrði framlag Sri Chinmoy til friðar og mannúðarmála mjög vel í Kastljósi ríkissjónvarpssins á þriðjudagskvöld. Hann færði þennan þátt upp á hærra plan."

efahyggja
Athugasemdir

Gummi Jóh - 01/10/07 12:12 #

Koma svo allir saman í kór: hoho hahaha hoho hahaha!

Guðsteinn Haukur - 01/10/07 12:41 #

Ég verð nú að segja að þú stóðst þig eins og hetja í kastljósinu Matti, um Sri Chinmoy getum við verið sammála þótt andstæðingar séum í flestu.

Ég vissi satt að segja ekki neitt um þetta fyrr þið vantrúarmenn fóru með þessa umfjöllun af stað, og eigið þið hrós skilið fyrir það. Eins og þú bendir réttilega á í vantrúargrein þinni, þá uppfylla þessi samtök öll skilyrði cölts.

En af því að þú minnist á fjölskyldutengsl við H. Blöndal, þá er karlinn sennilega bara fúll út í þig fyrir það komment! ;)

Matti - 01/10/07 13:42 #

Og svo skulum við æfa ljónahláturinn !

Eflaust er það rétt, Halldór Blöndal hefur sennilega farið í fýlu fyrst ég var að nefna hann - en fóstursonur hans er semsagt talsmaður samtaka Sri Chinmoy hér á landi.