Örvitinn

Hláturjóga, skírn og afmæli

Þessa helgi eyddi ég laugardeginum í Egilshöll þar sem fram fór hópefli Skipta. Þetta er dálítið undarlegt, en Skipti er semsagt nýtt fyrirtæki sem heldur utan um eignarhluti Exista í Símanum og dótturfélög. Síminn á stóran hlut í Trackwell og því vorum við á svæðinu. Okkur fannst við dálítið vera mætt í hópefli án þess að eiga heima þar - en það er önnur saga.

Þetta var ágætur dagur þó hláturjóga hafi verið afskaplega súr upplifun, líkt og Gummi Jóh hló ég að konunni en ekki með henni. En það verður hægt að segja sögur af þessu, það er alveg ljóst. Ég taldi bara niður í bjórinn og spilaði með eins og þægur strákur. Bjórinn var líka afskaplega góður þegar okkur var loks hleypt í hann. Ég held að þetta hefði allt verið skemmtilegra ef við hefðum byrjað á bjórnum. Greipur og fjölskyldaUm kvöldið hélt svo hópur starfsmanna Trackwell í höfuðstöðvarnar, drakk bjór og kastaði pílum. Röltum á Ölstofuna og enduðum nóttina á Næsta bar. Stórfínt fyllerí.

Í gær var svo Greipur Ásmundarson skírður í Fríkirkjunni í Hafnafirði. Þrátt fyrir andkristni og andúð á skírnargjörningum mætti ég á svæðið - dettur satt að segja ekki annað í hug. Tók nokkrar myndir, á eftir að bæta einhverjum við - var að vinna myndir fram á nótt. Einnig var haldið upp á átta ára afmæli Ásthildar í gær en hún átti afmæli meðan þau voru í útlöndum.

Greipur og Guðmundur Ari voru hressir á því í gær. Þessir frændur eiga eftir að bralla eitthvað í framtíðinni.

dagbók
Athugasemdir

Gummi Jóh - 01/10/07 13:52 #

Sammála með bjórinn, maður hefði t.d. mátt fá einn bjór eftir hverja stöð til að tryggja að menn dyttu ekki í ofurölvun strax en samt til að fá smá buzz. Þá líka falla niður allir deildar/fyrirtækjamúrar.

Hangsið fannst mér einum of mikið en það var ágætlega veitt af mat og drykk þegar manni var loks hleypt í það.

Í heildina alveg ágætis dagur.