Örvitinn

Skýringin á auðæfum Róberts Wessmann

Við skelltum okkur í bústað í gær. Foreldrar Badda eiga bústað í Grímsnesi og matarklúbburinn skellti sér þangað eina nótt.

Regnbogi og sumarbústaður Einar og Eva sáu um matinn, humar í forrétt, lamb í aðalrétt og ostakaka í eftirrétt.

Svo var spilað og spjallað. Spiluðum meðal annars pictionary þar sem stúlkurnar rústuðu okkur strákunum, við sáum aldrei til sólar og vorum rétt við byrjunarreit þegar þær kláruðu. Sumt af þessu var reyndar alveg glórulaust eins og þegar Sirrý náði að útskýra fyrirbærið flóð fyrir Gyðu og Evu með því að krassa nokkrar línur á blað.

Kíkti aðeins í pottinn í nótt og glápti á stjörnurnar þegar rofaði til. Sá ekki stjörnuhrap. Svaf til hádegis, byrjaði að lesa God is not great og eldaði hina hefðbundnu eggjaköku í hádeginu (en Sirrý sá um að skera allt niður).

Skýringin á auðævum Róberts Wessmann blasir við, sumarbústaðurinn hans er þarna við enda regnbogans.

dagbók
Athugasemdir

Sirrý - 14/10/07 22:59 #

Takk fyrir helgina rosalega góð og róleg helgi. Ég er bara snillingur og það sannaðist um helgina ætli ég geti ekki nýtt þetta í eitthvað svona atvinnutengt ? Ef þú færð hugmynd láttu mig endilega vita.

Helgi Briem - 15/10/07 13:31 #

Eru þær kannski systur? Ég spilaði einu sinni pictionary við konuna mína og systur hennar. Það geri ég aldrei aftur. Ein þeirra strikaði eitt, já eitt skástrik á blað. Hinar tvær göluðu í kór: "skíðabrekka!" Það var auðvitað rétt enda tala þær saman margar klst á dag og eru með allar heilabylgjur og tíðahringi í takt.

Matti - 15/10/07 17:44 #

Þær eru reyndar bara vinkonur, en þessi frammistaða í pictionary var ansi mögnuð.

Svo vorum við strákarnir reyndar alveg óskaplega lélegir að giska.

Mummi - 16/10/07 13:47 #

Úff, ég hef líka lent gegn svona yfirskilvitlegum andstæðingum í Pictionary. Bræður mínir tveir voru á móti mér og einhverjum og annar bróðirinn teiknaði einmitt eina fokking línu - og hinn bróðirinn giskaði strax - rétt - á risaeðlu! Þeir eru einmitt líka ákaflega nánir nema þeim blæðir held ég sjaldan á sama tíma ;)