Örvitinn

Siðferðilegur grundvöllur lífs okkar

Í annars þokkalegum leiðara Fréttablaðsins í dag endar Páll Baldvin Baldvinsson á því að skrifa:

Og öll getum við í endurnýjuðum kynnum af Drottins orði eins og það er kallað litið á breytni okkar og bætt. Biblían er sá siðferðilegi grunnur sem líf okkar grundvallast á - hvort sem okkur líkar betur eða verr.

Mér líkar verr. Hvað í ósköpunum á hann við? Þetta fær ekki staðist nokkra rýni. Hvað er það við líf okkar sem grundvallast á siðferðilegum grunni Biblíunnar?

Það mikilvægt að fjalla það sem Páll Baldvin bendir á fyrr í leiðara sínum:

Lútersk-evangelíska kirkjan sem samkvæmt lögum er þjóðkirkja var enda valdatæki til að komast yfir eignir og áhrifavald og síðan um langan tíma siðferðilegur refsivöndur í stöðnuðu samfélagi.

En hvaða siðferðislegi grunnur er í Biblíunni og hvenær fór sá grunnur að móta mannskepnuna.

Nei, raunin er að í Biblíunni eru nokkrir ágætir punktar og aragrúi vondra dæma. Það eru svo mannskepnur sem tína nálarnar úr heystakknum. Siðferði það sem við teljum grundvöll okkar á afskaplega lítið skylt við siðferði kristinna manna fyrir tvöhundruð árum - samt er Biblían sú sama.

kristni