Örvitinn

Af hverju tók Benitez Gerrard útaf?

Liverpool vann Everton í grannaslag dagsins. Ég skellti mér á Players og horfði á leikinn, fékk mér kjúklingasamloku í hádegismat.

Þrátt fyrir sigur Liverpool eru sumir stuðningsmenn liðsins æfir út í stjórann fyrir að taka fyrirliðann og "besta leikmann Liverpool" af velli í seinni hálfleik.

Ég játa að ég varð hissa á þessari skiptingu, átti von á að Sissoko færi af velli þar sem hann hafði verið ansi mistækur en mér finnst skiptingin samt skiljanlegt, sérstaklega eftir ummæli Benitez að leik loknum.

Ég held nefnilega að Liverpool liðið sé um þessar mundir í svipaðri stöðu og íslenska landsliðið. Liðið spilar betur án besta leikmannsins. Þegar hann er til staðar leita allir að honum og bíða eftir að hann skapi eitthvað en á þessari leiktíð hefur það litlu skilað. Án hans spila aðrir leikmenn þá leikaðferð sem stjórinn hefur lagt upp með. Eftir að Lucas Leiva kom inn á í dag var augljóst að liðið spilaði mun betri bolta, Leiva lét boltann rúlla vel og flæðið í leik liðsins varð miklu betra.

Ekki misskilja mig, mér finnst Steven Gerrard magnaður leikmaður. Undanfarið hefur hann bara ekki getað neitt og ég tel það hafa komið liðinu afar illa því þrátt fyrir að Gerrard eigi slakan dag leita aðrir leikmann að honum - Gerrard á það því til að draga aðra leikmenn niður í flórinn og drepa niður allt spil.

Í dag var nauðsynlegt að spila einfaldan fótbolta á móti 10 leikmönnum Everton, það þurfti að dreifa boltunum út á kantana og halda haus. Gerrard var ekki að framkvæma það en Lucas Leiva gerði það afskaplega vel.

Svo skil ég reyndar ekki þá sem halda því fram að Gerrard hafi verið besti leikmaður liðsins fram að þessari skiptingu - hann fiskaði vissulega víti og brottrekstur en annað framlag hans til leiksins virðist hafa farið framhjá mér.

boltinn
Athugasemdir

Hafþór Örn - 21/10/07 21:25 #

Þessi skipting kom mér einnig í opna skjöldu. Átti heldur von á að Sissoko fengi að fara útaf, mikið djöfulli var hann að spila illa.

Það er varla að hann hafi átt sendingu í leiknum sem heppnaðist.

En þetta var hörku leikur, og djöfulli ljúft að vinna hann í uppbótartíma.